..Veðurblíða..

Við vöknum eldsnemma morguninn eftir og það fyrsta sem við gerðum var að heimsækja elsta barnaspítala borgarinnar..

Þó að það skemmtilegasta sem ég geri í þessum ferðum mínum sé að heimsækja börnin á spítulunum þá er það líka það erfiðasta. Átakanlegt að sjá svona lítil börn fárveik eða alvarlega slösuð. Og þessi morgun var engin undantekning. Við eyddum tveim tímum á spítalanum, mun lengur en ætlunin hafði verið því ég vildi heimsækja allar deildirnar og ekki skilja neinn út undan.

Eftir heimsóknina röltum við svo um á ofsalega fallegu torgi í miðbænum og sleiktum sólina og ég reyndi að draga djúpt andann, jafna mig eftir morguninn og koma mér í gírinn fyrir verkefni dagsins.

Undir hádegi var komið að því að fara á fund borgarstjórans og halda blaðamannafund á skrifstofu hans. Þar var tilkynnt að lokakvöld Miss World 2006, úrslitin sjálf, fara fram í Varsjá og voru blaðamennirnir og aðrir viðstaddir að sjálfsögðu í skýjunum yfir því. Annars hafði ég á tilfinningunni að þeir hefðu meiri áhuga á spurja mig út í pólska karlmenn og álit mitt á þeim heldur en keppninni yfir höfuð. Og svo sló ég alveg í gegn þegar ég sagði þeim að PRINS POLO væri eitt vinsælasta súkkulaðibar á Íslandi og þegar ég var barn hefði ég alltaf haldið að það væri ALíslenskt!

Síðan ég sagði þetta var mér boðið uppá prince polo hvar sem ég kom, og það kæmi mér ekki á óvart að ég fengi sendar birgðir fyrir lífstíð af prince polo!! Glottandi

Enn dagurinn hélt áfram.. og eftir blaðamannafundinn fórum við í tvo þjóðgarða í borginni með pressunni og ég var beðin um að pósa við fjöldann allan af sögulegum styttum og byggingum.

Næst á dagskrá var heimsókn í dýragarð borgarinnar og var það bara ansi skemmtilegt. Sérstaklega þar sem veðrið var upp á sitt besta! Ég fékk m.a að gefa nashyrning og fílum að borða og svo var ekki verra að vera keyrð um á sérstökum útsýnisbíl, á meðan allir hinir þurftu að labbaSvalur

Um kvöldið fórum við svo út að borða á pólskann veitingastað  og sátum úti undir berum himni og nutum matarins..

Ég fékk sem betur fer að fara snemma uppá herbergi til að hvíla mig því næsta morgun þurfti ég að vakna kl. 4 og vera tipp topp tilbúin fyrir morgunsjónvarpsviðtal  kl. 5.30. Sem er ókristilegur tími!! Og ég get ekki sagt að ég hafi verið sú ferskasta!Ullandi

En þarf að hætta í bili..! Ferðasagan heldur áfram innan skamms!

 -UB

Ps. Ef þið voruð að velta því fyrir ykkur þá er dökkhærða stelpan sem er með mér á mjög mörgum myndum úr ferðinni, góðvinkona mín Kascha, Miss Polonia 2004Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband