..Vinnan heldur áfram..

Frá Malbork lá leiðin í næsta bæ sem heitir Gdansk og er frægur fyrir hvítu strendirnar sínar. Þar er stefnan að skjóta bikíní myndir af keppendunum og filma "Vote for me" þættina. Við komuna þangað var það sama sagan, móttökuhátíð, blaðamannafundur og hittingur með borgarstjóra, ásamt heimsókn á leikskóla þar sem börnin dönsuðu fyrir mig pólska þjóðdansinnBrosandi

Eftir dvölina í Gdansk var kominn tími til að snúa við og keyra aftur til Varsjá. Og úff.. aðrir 5 tímar í bílnum sem við vorum búin að vera samgróin við síðustu daga!!

Komum til Varsjá seint seint um kvöld og gistum á flugvallarhóteli þar sem við  vorum að fara í flug morguninn eftir. Ég skreið upp í rúm um leið og færi gafst og var meira segja of lúin til að ná mér í kvöldmat.

Flugið var kl. 8  og allur hópurinn ansi syfjaður. Við vorum að fara til borgarinnar Wroclaw og það er um klukkutímaflug þarna á milli. Steinsofnaði um leið og ég settist í vélina og vaknaði ekki fyrr en við lendingu sem var nú ekkert voðalega hentugt þegar uppi var staðið þar sem pressan beið okkar beint fyrir utan flugvélina og ég enn með stýrurnar í augunum!Hissa

Það fyrsta sem við gerðum var að fara í smá göngutúr með öllum blaðamönnunum um aðalgötuna og átti ég að vera með kórónuna á mér. Það fannst mér áhyggjuefni því að í fyrsta lagi þá voru við úti á miðri verslunargötu borgarinnar, öðru lagi er ekkert sérstaklega auðvelt að ganga með kórónuna sem er rétt tilt á höfuðið á manni og þá sérstaklega í hælum á hellulagðri götu.

Eftir göngutúrinn hittum við svo borgarstjórann og héldum blaðamannafund og má borgarstjórinn eiga það að hann er ekkert smá hress og skemmtilegur. Þar af leiðandi datt ég í gírinn og sagði meira að segja einn, tvo brandara á fundinum, til tilbreytingarSvalur

Eftir fundinn tók við hádegisverður á voða flottum pólskum veitingastað og eftirmiðdeginum var varið í blómasölu á torginu til styrktar barnaspítala sem við heimsóttum svo enn síðar um daginn. Um kvöldið snæddum við svo mjög þægilegan casual kvöldverð með bæjarstjóranum og konu hans, þar sem mikið var hlegið og SUNGIÐ! Ekki spurja mig afhverju!? Líklega einhver pólsk hefð sem ég hef ekki kynnst áður! Glottandi

Morguninn eftir sátum við svo öll opinberann morgunverðarfund þar sem því var slegið var föstu að í Wroclaw mundi fara fram heljarinnar tískusýning með öllum keppendunum í haust. Og þar verður besta módelið verður valið.  Örugglega mjög töff og öðruvísi viðburður en það var ekkert svona þegar ég var í keppninni í fyrra.

Svo skutlað aftur upp á flugvöll en okkur til mikillar mæðu var seinkun á öllu flugi þennan dag. Við þurftum að húka á vellinum í Wroclaw í eina þrjá tíma sem varð til þess að við misstum af tengifluginu okkar frá Varsjá til London og ég þarf af leiðandi af fluginu mínu heim til Íslands um kvöldið. Þetta fannst mér nú toppa allt saman.. Var búið að hlakka endalaust til að komast heim!! Enda ansi strembin ferð frá fyrsta degi...Fýldur

Við komumst reyndar til London með seinna flugi um kvöldið eftir mikið bras og þras en ég neyddist til að gista á flugvallarhóteli við Heathrow um nóttina þar sem Icelandair vélin var farin og komst ég ekki heim fyrr en seint daginn eftir.

Samt sem áður, alltaf jafn yndislegt að koma heim og fá að hvíla sig aðeins, en ég held ég hafi sofið samfellt í um 15 tíma þegar ég loksins komst í rúmið mitt og á koddann minn sem er mér einstaklega PRECIOUSGlottandi

Lög ferðarinnar voru án efa,

Just Like Heaven með Katie Melua  og

Better Together með Jack Johnson.

-Voru spiluð í tíma og ótíma og á repeat í ipodnum hvenær sem færi gafst..

Þangað til næst, farið vel með ykkur..Brosandi

og GO Silvía Nótt á sviðinu í kvöldUllandi 

-Uns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband