..Lasarus..

Jæja.. Þá er ég búin að vera heima í rúma viku.. Bara lúxus! ;)

Hefur tekist að bralla ýmislegt.. Sjónvarpsgláp með vinkonunum, Oddféló fundur með Ömmu, heimsókn á Broadway æfingar hjá ungfrú Reykjavík skvísunum, stórafmælisboð, og svo aðalmálið.. mér tókst að gera mig veika.
Kaus að eiga heima í hesthúsinu og þar með utandyra í nokkra daga, fyrir og um helgina, og þar sem kuldaboli er ekki góður vinur minn náði ruddalegt kvef taki á mér og ég hefði átt að leggjast undir sæng.
En ég hafði nú bara ekki tíma til að vera veik þessa daga þannig að ég gerði allt sem ég átti ekki að gera, reið út, keppti og allar græjur sem var þó með eindæmum skemmtilegt og þess virði.
Það kom hins vegar í bakið á mér eftir helgina og ég enn að reyna að svæla veikindin út með C vítamínum, sólhatti, hvítlaukshylkjum, engifer og ég veit ekki hvað og hvað.

Það sem er næst á dagskrá er að krýna Ungfrú Reykjavík 2006. Keppnin fer fram í kvöld en ég kíkti á generalprufuna hjá stelpunum í gær, rosa flott show hjá þeim og stelpurnar hver annarri flottari. Ég eiginlega virkilega vorkenni þeim sem sitja í dómnefnd í kvöld og þurfa að velja aðeins einn sigurvegara. En þetta verður spennandi, það er morgunljóst.

Í fyrramálið þarf ég svo að pakka hið snarasta því ég flýg til London seinnipartinn. Er að fara í eitthvað stórkostlegt afmæli (eins og það var orðað í emailinu) á laugardagskvöldið, en það fynda við það er að ég hef ekki hugmynd um hver á afmæli ;)

Læt ykkur vita um leið og ég kemst að því!

Bless í bili..

-UB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband