..Lykt af vorinu í London..

Skórnir komnir í hús, ég að krulla á mér hárið í fimmhundraðasta skipti á árinu og þægileg tónlist komin á fóninn.
Er mjög afslöppuð og bara ágætlega stemmd fyrir kvöldinu. Hef ákveðið að gera mér ekki neinar vonir um að einhver skemmtilegur eigi afmæli því maður veit nú aldrei. Kannski er þetta einhver gamall lord sem er að halda upp á sjötugs afmælið sitt. Þá verð ég nú reyndar ponsu svekkt, því það er annar staður sem mig langar einstaklega mikið að vera á í kvöld.
Það er í skautahöllinni í Rvk. eins furðulega og það hljómar ;) Þar fer fram töltkeppni í hestaíþróttum þar sem er ávallt mikil stemmning.

Hitti Ragnheiði Guðfinnu í morgun þar sem við röltum aðeins um Hyde Park og svo fór ég niðrí Covent Garden í skóleiðangur.
Veðrið hér í London er búið að vera æðislegt í dag. Sól og um 15 stiga hiti, sem er ekki slæmt miðað við það sem maður á að venjast. Rölti um Covent Garden með Damien Rice í eyrunum í um tvo tíma. Ekkert smá kósý, en enn og aftur þá hefði nú verið skemmtilegra að hafa einhvern með sér. Er harðákveðin í því að næst þegar ég fer í svona stutta ferð til London dreg ég einhvern með, enda nóg pláss í herberginu mínu! ;)

Er reyndar búin að vera að hugsa rosalega mikið í dag og þá sérstaklega til einnar manneskju sem hreiðraði sterklega um sig í kollinum á mér.
Stundum erfitt að vera svona mikið einn með sjálfum sér því heima þá bregst það ekki að ég er í kringum fólk. Ég á það nefnilega til að hugsa of mikið á svona stundum en það getur hins vegar líka verið þægilegt að fá aðeins að anda í einrúmi.

Enn jæja.. Ætla að hætta þessu þvaðri.. Þarf að klára að setja upp andlit ;)

Hafið það gott þarna heima.

Þangað til næst..

-UB

Lag og texti dagsins: Delicate (Damien Rice)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband