..Gamli rauður kveður..

Það er nú bara þannig að reglulega kemur tími á að breyta til og í þetta skipti er það gamli krúttilegi Yarisinn minn sem verður fyrir barðinu. Þær eru endalausar góðu minningarnar sem tengjast þessu tryllitæki, enda á hann ófá roadtrip-in að baki sem og heilu partyin sem af einhverjum óútskýranlegum ástæðum hafa farið fram að hluta til innanborðs þessa bíls.

Númerið á honum hefur alltaf haft táknræna merkingu -NG 085- eða eins og við stelpurnar þýddum það.. -Nokkuð Gott 85'- og það hefur ætíð verið regla í roadtripunum okkar að spila aðeins 80' tónlist í botni og tralla með eins og við eigum lífið að leysa.. Þannig að ég ætla rétt að vona að verðandi eigandi hver sem það nú er, haldi hefðum í hávegum og svo að sjálfsögðu klappi honum reglulega ;)

En það kemur alltaf maður í manns stað ( og í þetta skipti bíll) sem er svo sannarlega ekki af verri endanum. Bílinn sem ég fjárfesti í í staðinn heitir Hyundai Tucson og er draumabílinn minn eins og er. Fékk hann í vikunni og er alveg í skýjunum með hann. Loksins komin á jeppa eða jeppling sem hentar einstaklega vel í hestastússið.

Þetta er algjör græja þó að ég hafi nú kannski minnst vit á bílum. Lúxus útgáfa með öllum mögulegum þægindum "slash" töffarastælum eftir því hvernig á það er litið. Einkanúmer, skyggðar rúður, topplúga, leðursæti, álfelgur og svona gæti ég lengi talið. En þennan glæsilega pæjubíl fann ég hjá Bifreiða og landbúnaðarvélum eða "B&L" eins og það er betur þekkt sem.

En jæja kominn tími til að hætta þessu monti.. Get nú samt lítið gert að því að ég er pínu stolt, allavega svona rétt á meðan nýjabrumið er að renna af þessum kaflaskilum í bílamálum hjá mér ;)

 Annars er lítið að frétta.. Eyddi tveim heilum dögum í tökur með honum Jóni Ársæli í vikunni en ég verð gestur í þættinum hjá honum á sunnudaginn.. Verð að segja að það var virkilega skemmtilegt að vinna með honum og hans fólki og mikill heiður að fá að taka þátt, enda þátturinn Sjálfstætt Fólk, að mínu mati einn flottasti á Íslandi í dag.

Í gærdag var ég svo kynnir á nemendasýningu Dansskóla Birnu Björnssdóttur sem fór fram í Borgarleikhúsinu. Þar hef ég verið að æfa og kenna dans síðastliðin fjögur ár en eins og gefur að skilja þurfta að taka mér frí í vetur. Ekkert smá gaman samt að hitta alla gömlu nemendurna mína og sjá stúlkur á öllum aldri sýna listir sýnar á sviðinu.

Svo er það  bara hestamennskan, er fara að keppa um helgina í Kvennatölti Gusts sem er ein vinsælasta töltkeppni í hestamannageiranum.  Ákvað að skella mér, bara að gamni, þó svo að ég sé búin að hafa lítinn tíma til geta þjálfað í vetur. Fékk lánaðann hest í vikunni sem ég hef náð að fara á bak þrisvar þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer með svona litlum undirbúningi. En eins þeir segja það er ekki alltaf málið að vinna, heldur að vera með. (Þó svo að það fari nú kannski fyrir ofan garð og neðan í öllu keppnisskapinu ;)

Þarf að hætta..

Þangað til næst..

-UB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband