..Stress..

Jæja.. Skilst að fyrsti þáttur "Vote for me" verði sýndur heima í kvöld.. Get ekki neitað því að ég er með smá stresshnút í maganum, jafnvel þó að búið sé að frumsýna þetta um alla Asíu, Ameríku, UK og í einhverjum evrópulöndum..

Það versta er samt, að ég er ekki búin að sjá þetta..! Og veit því ekki hvort ég er ánægð með þetta eða ekki.. Var allt gert í miklum flýti og bara ein, tvær tökur á hvern "link".. Það eina sem ég get samt gert núna er bara að vona, og krossa fingur um að ég líti ekki út eins og einhver algjör viðvaningurGlottandi

Gærdagurinn var ágætur. Var viðstödd útihátíð niðrí miðbæ Varsjá seinnipartinn. Fór á svið og hélt stutta ræðu en var svo alveg óvænt beðin um syngja lag með söngvara á sviðinu..! Og þá voru góð ráð dýr skal ég segja ykkur.. Ég og söngur eigum ekki beint samleið, plús það hafði ég aldrei heyrt þetta lag áður. Einhvern veginn komust við þó í gegnum þetta með mig hálfhlægjandi allan tímann.  Alveg furðuleg uppákoma..!Brosandi

Charity dinnerinn heppnaðist svo vel í gærkvöldi. Þar fór fram uppboð þar sem keppendurnir buðu upp gjafir sem þær komu með frá heimalöndum sínum, svipað og við gerðum í fyrra. Það söfnuðust strax eftir aðeins 20 uppboð, hátt í 100.000 zlotys sem er nokkuð gott. Restin af gjöfunum fer svo á Internet uppboð en allur ágóði rennur óskiptur til elsta barnaspítala í Varsjá, sem ég heimsótti einmitt í fyrstu ferðinni minni hingað til Póllands. Það er gott að vita því hann þarf virkilega á þessum aurum að halda.

Dagurinn í dag verður rólegur.. Er bókuð á einhvern einn viðburð núna seinnipartinn en á eftir að fara upp á skrifstofu og fá nánari upplýsingar um hvers eðlis hann er. Svo er það  bara danskennsla með Donnu í kvöld, sem er hreinasta skemmtun fyrir mér!Glottandi

Að lokum.. Vil ég hvetja alla til að kjósa hana Ásdísi Svövu okkar inn í undanúrslit Miss World 2006. Kosningin er nú þegar hafin og íslendingar búnir að sýna það og sanna hvers þeir eru megnugir í svona kosningum!

Hnupplaði þessari mynd einmitt af blogginu hennar. Hún er síðan í gærkvöldi en ég var sjálf myndavélalaus. Veit ég verð að fara að gera eitthvað í þessu myndahallæri á síðunni minni.. Leggst í myndatökur í vikunni, lofa þvíBrosandi 

-Uns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband