..Flashback..

Vá hvað ég fékk mikið flashback á æfingunni í gær. Tónlistin, rútínan, tilfinningin á sviðinu.  Æðislegt..!Brosandi 

Gat reyndar ekki hjálpað Donnu mikið því tíminn var naumur og hún vildi bara renna öllum einu sinni í gegn. Þetta var fyrsta æfingin á sviðinu sjálfu en það er loksins tilbúið og munu næstu dagar fara alfarið í æfingar og ég verð henni innan handar svo lengi sem ég verð ekki bókuð einhverstaðar annars staðar.

Enn það fer að styttast í þetta.. Lokakvöldið á laugardag og þá er svo sannarlega komið að kaflaskiptum hjá mér.. Get ekki sagt annað en að ég sé orðin spennt að sjá hver það verður sem tekur við og mun ég án efa gefa henni nokkur góð ráð áður en hún leggur út í þetta ár sitt..Brosandi

Lærdómur og aftur lærdómur í dag.. Er að reyna að einbeita mér að lestrinum þar sem þetta próf í næstu viku hangir yfir mér. Verður ágætis "reality check" að koma beint heim í erfitt próf, því að þessi veröld sem við erum að upplifa hérna úti er ekki beint eins og hún gerist eðlilegust. Síðkjólar við morgunverðarborðið og kóróna á kvöldinGlottandi

Er reyndar með smá cabin fever þessa stundina, einbeitingin út og suður og mig sárlega vantar súrefni, annars sofna ég aldrei! Ætla að fara að finna eitthvað út úr þessu..

Meira á morgun..

-Uns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband