..Rauður ópal..

Umm.. Fékk sendingu frá Íslandi í kvöld.. Elín Gests. og Berglind mættar á svæðið og voru þær með pakka frá Mams í farteskinu. Rauður ópal og þristar..! Íslenskt nammi, gerist ekki betraGlottandi Reyndar búin að lofa ansi mörgum að þeir mundu fá að smakka, svo minna verður eftir handa mér, sem er þó kannski bara ágætt..

Enn það var sko gott að hitta þær.. Fá smá knús og setjast niður og spjalla í rólegheitunum. Fengum reyndar lítinn frið fyrir ljósmyndurum og þá sérstaklega þegar Ásdís settist hjá okkur, klædd í sitt fínasta, með Iceland borðann um hálsinn, nýkomin úr dómaraviðtalinu. Held að henni hafi bara gengið vel, enda búin að gera allt óaðfinnanlega hingað til. Algjör pró!Brosandi

Mamma hennar og pabbi komu svo stuttu seinna og sást langar leiðir hvað hún var ánægð að sjá þau. Dáðist reyndar að henni hvað hún var sterk, því þegar ég hitti mömmu í Kína eftir mánaðardvöl gat ég ekki annað en tárast enda asni "intense" tími sem maður gekk í gegnum þar. Fannst ég reyndar vera svo miklu miklu lengra í burtu þar en nokkur tímann hér (sem er að sjálfsögðu raunin landafræðilega séð) en fann meira fyrir einhverskonar varnarleysi..

Annars flýgur tíminn þessa dagana.. Eyddi nokkrum klukkutímum í viðtöl í dag, reyndi að klára eins mikið og ég gat í einu svo ég þyrfti ekki að vera að þessu á morgun líka. Rennsli á showinu seinnipartinn á morgun og svo generalprufa annað kvöld, fyrir fullum sal að mér skilst. Svo rennur laugardagurinn upp með öllu sínu.. Magnað..

Er svo bókuð í flug heim á sunnudagskvöld samferða Ásdísi. Getur reyndar að það breytist og við fáum að fljóta með í beinu flugi héðan, til Íslands sem fer fyrr á sunnudeginum og vona ég það svo innilega. Vantar mest að komast heim að læra.. Meira að segja búin að pakka helmingnum af dótinu mínu og í raun tilbúin að kveðja með bros á vörBrosandi

Hlakka reyndar til ballsins sem verður eftir finalið á laugardagskvöld. Þá er ég endanlega laus við það að vera með kórónu á höfðinu og borða um hálsinn get andað rólega í góðra vina hópi. Hins vegar hefur líf annarar stúlku tekið óvænta stefnu..

Þykir leitt eiga engar myndir handa ykkur elzkurnar..

Þær verða þó pottþétt hér á morgun..

Hljómsveit dagsins: The Verve..

..I know I´ll see your face again..

-Uns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband