..Cirkusinn heldur áfram..

Jæja, jæja, jæja.. Við höldum áfram..

Einn fallegan föstudagsmorgun í apríl var ég vakin upp við símhringingu frá London og var tilkynnt  að mín væri þarfnast út til London tveim dögum seinna. Þetta fannst mér nú heldur stuttur fyrirvari en var samt sem áður meira en tilbúin að fara og út og sinna þessu starfi mínu áfram. Búin að finnast ég eiginlega einum of dekruð að fá að vera svona mikið heima. Er samt ítrekað sagt að reyna að njóta þess í botn þar sem að í vor og sumar muni ég verða í burtu heilu og hálfu mánuðina..

Allavega.. Ég glaðvaknaði að sjálfsögðu, dró fram skipulagsbókina og fór að plana það sem ég þurfti að koma í verk áður en ég færi. Sárvantaði að komast í neglur niðrí Heilsu og fegurð og í litun niðrá Mojo og var því reddað í einum grænum enda yndislegt fólk þar á ferð! Svo þurfti að drösla kjólunum í hreinsun og gera og græja. Það er nú reyndar alltaf sama sagan, ég hafði ekki hugmynd um hvað ég yrði lengi né heldur hvað ég var að fara að gera!! Það eina sem ég vissi var að förinni var heitið til Póllands í ÞRIÐJA skiptið á árinu..

Þessir tveir dagar liðu ofsalega hratt og ég vissi eiginlega ekki af mér fyrr en ég sat í flugleiðavélinni á leiðinni til london.. Þar þurfti ég hins vegar að dúsa á flugvellinum í eina 6 tíma þar til ég hitti restina af fólkinu sem var að koma með mér til Póllands. Og ég get svo svarið það, ég er farin að þekkja hvern krók og kima á þessum velli og meira að segja farin að vafra á milli terminala án þess að valda uslaSvalur

 Þetta var stór í hópur í þetta skiptið sem steig frá borði í höfuðborg Póllands, Varsjá. En þetta var sem sagt vinnu ferð, sem snérist í einu og öllu um viðskipti.. Við fórum nú samt beint upp á hótel að sofa, sem betur fer því ég hafði eitt einum 13 klukkutímum af þessum degi á flugvöllum og í flugvélum.

 Daginn eftir byrjaði ég á því að gera mig til og og fara niðrí morgunmat með fólkinu. Finnst alltaf jafn kjánalegt að vera uppstríluð svona eldsnemma morguns, með krullað hárið og gloss á vörunum, en þetta er víst það sem fylgir og maður þarf að taka þátt í þessu alveg til enda, eins og maður gerði í keppninni sjálfri í Kína.

Fyrsta verkefnið mitt þennan dag var að taka þátt í herferð sem stuðlar að umferðaröryggi í borginni og átti ég að afhenda þeim ökumönnum sem stóðust viss próf grænan krókódílabangsa. Og þeir urðu voða stoltir!! Frekar skondið.. ;) Á meðan sat fólkið fundi og skoðaði aðstæður fyrir keppendurna sem eru væntanlegir í byrjun september.

Ég held að hver einasti blaðamaður borgarinnar hafi verið á staðnum til að festa á filmu hvert skref sem ég tók í tengslum við þessa umferðarherferð.. Og ég get ekki neitað því að ég var pínulítið uppgefin eftir þetta fjölmiðlafár og því mjög fegin þegar ég komst að því að það var ekkert  meira á dagskránni fyrir mig þennan dag..

En talandi um dagskrá og áætlanir þá aldrei þessu vant fékk ég plan fyrir alla vikuna þegar ég mætti, en eins og búast mátti við stóðst ekki einn einasti dagskráliður í þessu blessaða plani! Mér til mikillar mæðu og ég þurfti að vinna í myrkrinu allan tímann. Vissi aldrei hvar ég mundi vera næsta klukkutímann!

Framhald á morgun..

 Stay tuned!!Glottandi

-UB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband