"One down, two to go"

Þannig var nú það að í gærkvöldi losaði ég mig við eitt stykki "dollu" eins og yfirmaður minn, sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli kallaði kórónurnar mínar í fyrrasumar ;)
Sú saga var nefnilega þannig að þegar ég var ráðin til starfa hjá honum voru aðeins nokkrir dagar í ungfrú Ísland keppnina. Þegar kom að keppnisdegi tilkynnti hann mér og brosti út í annað, að það væri venjan að fólk á þessum vinnustað sigraði sínar keppnir og kæmi með dolluna í hús. Eftir keppnina var hann svo að sjálfsögðu ánægður með sína, en bætti því þó við að það hefði nú verið óþarfi að taka þetta svona bókstaflega og hirða næstum öll verðlaunin, en ég fékk óþægilega marga borða þetta kvöld.
En ef maður hlýðir ekki skipunum frá sýslumanninum sjálfum.. hverjum þá..?

Annars var gærkvöldið æðislegt kvöld. Ótrúlega gaman að fá að sitja sallaróleg út í sal og horfa á skvísurnar í ungfrú Reykjavík keppninni á sviðinu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. Var reyndar á ferð og flugi um húsið allt kvöldið. Mikið af góðu fólki til að spjalla við og svo gat ég ekki stillt mig um að kíkja einstaka sinnum á stelpurnar baksviðs.

Get ekki sagt að ég hafi fundið fyrir söknuði vði að afkrýna sjálfa mig þessum titli enda er ég langt frá því búin að sinna mínum skildum í þessum bransa. Fannst þetta bara virkilega gaman og var að fara yfir um af spenningi fyrir stelpnanna hönd þegar hið fræga "krýningarlag" tók að spilast þarna á Broadway.
Maður fær nú alltaf smá gæsahúð.. ;)

Stelpurnar sem lentu í fyrstu þrem sætunum þær Jóna, Ásdís og Soffía voru allar stórglæsilegar, í trufluðum kjólum og æðislegar í alla staða. Áttu þetta fyllilega skilið og óska ég þeim enn og aftur innilega til hamingju. Sem og hinum stelpunum til hamingju með frábært kvöld. Hver og ein gjörsamlega blómstraði.

Ég hins vegar, er komin til Lundúna og sit hérna inn á hóteleherbergi og hef það notalegt. Held ég skelli mér fljótlega í draumaheiminn enda þarf ég að taka daginn snemma á morgun og finna fermingarskó handa litla bró sem fermist næstu helgi. Það er alveg þokkalegt "mission" þarf sem ég er með aðeins eina skó í huga og engir aðrir koma til greina á drenginn.. ;)

Í hádeginu á morgun ætla ég svo að hitta hana Röggu Guðna á NFS í stutt spjall og þykir mér líklegt að þið fáið að sjá afraksturinn af því einhvertíman í næstu viku.

Hins vegar er aðalástæðan fyrir því að ég er hér, þetta stórmerkilega og einkar dularfulla afmælisboð sem ég er að fara í annað kvöld. Er ennþá engu nær um hver á afmæli og ætli ég komist nokkuð að því fyrr en ég mæti.

Annars var verið að uppfæra Miss World síðuna þannig að ég mæli með því að þið kíkið á hana! Mun flottari þetta ár heldur en í fyrra.
Þar eru líka myndir og viðtal sem var tekið við mig í annari hvorri ferðinni til Póllands.

Læt þær myndir fylgja með hér ;)



Bloggmynd

Bloggmynd

Bloggmynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband