..Back to China..

Í gærkvöldi fór fram síðasti viðburður sem ég er viðstödd sem Miss World.. Og hvar annars staðar hefði verið betur við hæfi að hann færi fram... En í kínverska sendiráðinu hér í Póllandi..!! GlottandiÞetta var stór og flottur viðburður, um 500 gestir viðstaddir (meirihlutinn kínverjar) auk allra keppandanna. Sérstakir heiðursgestir voru æðstu menn úr ríkisstjórn Sanya, sem er borgin sem ég var krýnd í, í Kína í fyrraBrosandi

Heill her ljósmyndara og blaðamanna var mættur á staðinn og stóð ég í ár og aldir upp á sviði í fullum skrúða með bæjarstjóra Sanya og Varsjá sitt hvorum megin við mig. Eftir mjög grand móttökur var það svo kvöldverður, en hann var að sjálfsögðu kínverskur matur sem minnti mig ítarlega á dvöl mína í Kína og því borðaði ég lítið. Sem betur fer, segi ég í dag, því 22 keppendur vöknuðu upp með magakveisu í morgun vegna matarins..

Þetta var samt sem áður ofsalega gott kvöld og ég naut þess virkilega vel. Fann mér gott horn útaf fyrir mig þar sem ég spjallaði og gantaðist með samstarfsfólki mínu hérna hjá MW, sem ég á án efa eftir að sakna gríðarlega.. Mikill vinskapur myndast eftir náið samstarf og sameiginlega mjög einstaka lífsreynslu..

Ég var í gamla góða Ungfrú Reykjavík kjólnum mínum, sem vekur alltaf lukku og mér líður alltaf vel í.. Fannst við hæfi að klæðast honum þar sem þetta byrjaði allt saman með þessum blessaða kjól og gat því endað að vissu leyti með hann "inn í myndinni".. Framundan eru æfingar og dómaraviðtöl hjá stelpunum en ég mun á einhverjum tímapunkti vera kölluð út, til að kynnast mínu hlutverki á sviðinu þetta lokakvöld. Númer eitt, tvö og þrjú hjá mér, er þó að "standa í lappirnar" á sviðinu..!Glottandi

..Ég og góðvinkona mín, Ungfrú Holland..

Þangað til á morgun..

..Góða nótt..

-Uns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband