..Fatlafól..

Jájá, þá er það staðfest! Eg er orðin fatlafól!! Komin með hægri hendina í umbúðir og fatla en sem betur fer var hún ekki brotin eða brákuðBrosandi Hefði samt eiginlega átt að reyna að lenda á vinstri hliðinni, ansans klúður, það hefði verið mun hentugra þar sem ég er rétthent.

En það er ekkert grín að detta svona í háum hælum og síðkjól! Ekki séns að setja fæturna fyrir sig svo maður fellur bara lóðréttur beint í gólfið, eins og kannski margir sáu á videoinu sem kvöldfréttirnar í gær sýndu alls 4 sinnum!! Greinilega gúrkutíð í fréttum á ÍslandiGlottandi

Annars er gaman að því,  að ef við byggjum við sama réttarkerfi og ríkir í Bandaríkjunum þá hefði ég orðið milljónamæringur frá og með miðvikudagskvöldinu og skaðabótunum rignt yfir migGráðugur Enn sú er auðvitað ekki raunin og sit ég því eftir með sárt enniðGlottandi Og fjóra marbletti sem dafna vel, en þessi stærsti á mjöðminni er orðinn dökk fjólublár og farinn að líkjast ískyggilega mikið lögun Íslands.. Verður gaman að fylgjast með því hvernig hann þróast..!

Afmælisdagurinn í gær varð svo bara einkar ánæjulegur eftir allt saman. Fékk eina afmælisgjöf sem var algjör draumur, en svo er í vinnslu lopapeysa frá Mams, sem er stefnt á að verði tilbúin fyrir Landsmót hestamanna í sumarBrosandi

Ætla hins vegar ekki að halda uppá afmælið með hefðbundnu sniði í ár, heldur aðeins taka allra nánustu vinkonurnar og fara með þær í óvissuferð um helgina..!

Þær hafa ekki hugmynd um hvað þær eru að fara að gera, en það eina sem ég hef sagt þeim er að þær verða sóttar á laugardagsmorgun kl.11 og þá eiga þær að vera búnar að kjósa og tilbúnar í hvað sem er!!

Hlakka ekkert smá til að gera þetta með þeim! Þær eiga svo skilið að gera e-d svona skemmtilegt og öðruvísi.  Búnar að standa við bakið á mér eins og klettar síðastliðið ár og verið bestu vinkonur sem hægt er að hugsa sér!

Verst er að það lítur allt út fyrir að það muni rigna á okkur, en þá er það bara pollagallinn og reunion á Eyjastemmninguna frá því í fyrrasumar Glottandi

Annars er ég bara heima í dag, "hlúa að sárum mínum" og í mömmuleikBrosandi Við Steinsson erum búnar að vera að passa alla vikuna, 3 mánaða gamla prinsessu sem mun bera nafnið Viktoría Katrín. Hún er tiltölulega nýkomin í fjölskylduna en er verðandi stjúpdóttir Steinars bróður.

Þetta eru hinsvegar smá viðbrigði fyrir mann að prufa svona "leik". Hef ekki verið í kringum ungabörn síðan Villi bróðir fæddist og hann er 14 ára í dag! En þetta er svo auðvelt þegar maður kemst í gírinn, sérstaklega þegar börnin eru svona mikil ljós eins og þessi skvísa!

En jæja, held hún sé að vakna.. Þá þarf að láta skipta á sér, fá að drekka o.s.frv o.frv.  Planið er svo að fara með hana í bíltúr og klára að útrétta fyrir óvissuferðina, en það er ansi margt sem þarf að huga að því dagskráin er þétt allan morgundaginn og stelpunum verður ekki skilað heim fyrr en á sunnudagsmorgun..Ullandi

Góða helgi öll sömul!

-Megið vænta skýrslu um óvissuferðina eftir helgi-Glottandi

-UB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband