27.9.2006 | 21:45
..Íslendingar á förnum vegi..
Síðast þegar þið heyrðuð frá mér, hrjáði mig svokallað Cabin Fever sem ég náði að lækna með ágætis hætti. Tölti einfaldlega niður stigana á hótelinu í stað þess að nota lyfturnar, þóttist svo vera að tala í símann, setti hárið ofan í augu og tók strunsið út í gegnum lobbyið Vissi reyndar ekkert hvert ég átti að fara og rölti því um stefnulaus, dró djúpt andann og naut ferska loftsins. Vildi samt ekki tilla mér neinsstaðar, því þrátt fyrir að það væru fáir á ferli voru nokkrir skuggalegir..
Hérna í Póllandi er alveg harðbannað að hlaupa yfir stórar umferðargötur ofanjarðar. Hér eru heilu samfélögin neðanjarðar í allskonar göngum sem hjálpa fólki að komast "yfir" götur. Þarna niðri finnurðu svo allt mögulegt og ómögulegt, skyndibitastaði, verslanir, hárgreiðslustofur og ég veit ekki hvað og hvað.. En ástæðan fyrir því að ég er að segja ykkur þetta er sú að þetta kvöld er ég var á leiðinni heim úr þessum litla göngutúr mínum, þurfti ég að nota ein svona göng..
Í miðjum göngunum er kallað á eftir mér mjög skýrt og greinlega, "Unnur" !?! Mér snarbregður og fyrsta hugsunin er, "vá hvað ég er búin að koma mér í mikil vandræði núna". En svo áttaði ég mig á því að enginn hér kallar mig Unni og þegar ég snéri mér við stóðu þar tveir blásaklausir íslenskir ungir menn sem sáu mig á strunsinu og ákváðu að "heilsa upp á mig". Mjög nettir báðir tveir og ég sé eiginlega eftir því að hafa ekki sest niður með þeim einhverstaðar og spjallað betur við þá. Alltaf gaman að hitta íslendinga á förnum vegi
Morguninn eftir svaf ég út en reyndi svo að ná hausnum á mér niðrí bækur það sem eftir lifði dags.. Framundan var síðasti opinberi viðburður minn sem Miss World, fyrir utan lokakvöldið, og var það skrýtin tilfinning, en á góðan hátt..
-Uns
25.9.2006 | 18:38
..Flashback..
Vá hvað ég fékk mikið flashback á æfingunni í gær. Tónlistin, rútínan, tilfinningin á sviðinu. Æðislegt..!
Gat reyndar ekki hjálpað Donnu mikið því tíminn var naumur og hún vildi bara renna öllum einu sinni í gegn. Þetta var fyrsta æfingin á sviðinu sjálfu en það er loksins tilbúið og munu næstu dagar fara alfarið í æfingar og ég verð henni innan handar svo lengi sem ég verð ekki bókuð einhverstaðar annars staðar.
Enn það fer að styttast í þetta.. Lokakvöldið á laugardag og þá er svo sannarlega komið að kaflaskiptum hjá mér.. Get ekki sagt annað en að ég sé orðin spennt að sjá hver það verður sem tekur við og mun ég án efa gefa henni nokkur góð ráð áður en hún leggur út í þetta ár sitt..
Lærdómur og aftur lærdómur í dag.. Er að reyna að einbeita mér að lestrinum þar sem þetta próf í næstu viku hangir yfir mér. Verður ágætis "reality check" að koma beint heim í erfitt próf, því að þessi veröld sem við erum að upplifa hérna úti er ekki beint eins og hún gerist eðlilegust. Síðkjólar við morgunverðarborðið og kóróna á kvöldin
Er reyndar með smá cabin fever þessa stundina, einbeitingin út og suður og mig sárlega vantar súrefni, annars sofna ég aldrei! Ætla að fara að finna eitthvað út úr þessu..
Meira á morgun..
-Uns
24.9.2006 | 14:37
..Stress..
Jæja.. Skilst að fyrsti þáttur "Vote for me" verði sýndur heima í kvöld.. Get ekki neitað því að ég er með smá stresshnút í maganum, jafnvel þó að búið sé að frumsýna þetta um alla Asíu, Ameríku, UK og í einhverjum evrópulöndum..
Það versta er samt, að ég er ekki búin að sjá þetta..! Og veit því ekki hvort ég er ánægð með þetta eða ekki.. Var allt gert í miklum flýti og bara ein, tvær tökur á hvern "link".. Það eina sem ég get samt gert núna er bara að vona, og krossa fingur um að ég líti ekki út eins og einhver algjör viðvaningur
Gærdagurinn var ágætur. Var viðstödd útihátíð niðrí miðbæ Varsjá seinnipartinn. Fór á svið og hélt stutta ræðu en var svo alveg óvænt beðin um syngja lag með söngvara á sviðinu..! Og þá voru góð ráð dýr skal ég segja ykkur.. Ég og söngur eigum ekki beint samleið, plús það hafði ég aldrei heyrt þetta lag áður. Einhvern veginn komust við þó í gegnum þetta með mig hálfhlægjandi allan tímann. Alveg furðuleg uppákoma..!
Charity dinnerinn heppnaðist svo vel í gærkvöldi. Þar fór fram uppboð þar sem keppendurnir buðu upp gjafir sem þær komu með frá heimalöndum sínum, svipað og við gerðum í fyrra. Það söfnuðust strax eftir aðeins 20 uppboð, hátt í 100.000 zlotys sem er nokkuð gott. Restin af gjöfunum fer svo á Internet uppboð en allur ágóði rennur óskiptur til elsta barnaspítala í Varsjá, sem ég heimsótti einmitt í fyrstu ferðinni minni hingað til Póllands. Það er gott að vita því hann þarf virkilega á þessum aurum að halda.
Dagurinn í dag verður rólegur.. Er bókuð á einhvern einn viðburð núna seinnipartinn en á eftir að fara upp á skrifstofu og fá nánari upplýsingar um hvers eðlis hann er. Svo er það bara danskennsla með Donnu í kvöld, sem er hreinasta skemmtun fyrir mér!
Að lokum.. Vil ég hvetja alla til að kjósa hana Ásdísi Svövu okkar inn í undanúrslit Miss World 2006. Kosningin er nú þegar hafin og íslendingar búnir að sýna það og sanna hvers þeir eru megnugir í svona kosningum!
Hnupplaði þessari mynd einmitt af blogginu hennar. Hún er síðan í gærkvöldi en ég var sjálf myndavélalaus. Veit ég verð að fara að gera eitthvað í þessu myndahallæri á síðunni minni.. Leggst í myndatökur í vikunni, lofa því
-Uns
23.9.2006 | 10:33
..Hehe..
Nú verð ég að hlæja..!
Missti náttla af morgunmat í morgun og ákvað því að reyna að komast út óséð og kaupa mér Subway eða eitthvað gott að borða. Enn nei.. Var ekki stoppuð á leiðinni út, heldur elti pólski öryggisvörðurinn mig allan tíman, stóð fyrir utan Subway á meðan ég keypti mér samloku og elti mig svo tilbaka! Hversu fyndið er þetta..! Og ég mátti alls ekki ganga við hliðiná honum, hann varð að vera svona 3 metrum á eftir mér svo hann væri með yfirsýn yfir tilvonandi "árásarmenn"
En vá hvað það var gott að fá góða samloku. Kalkúnn, kál og tómatar, gerist ekki betra.. Á eftir að ganga fyrir þessari máltíð í allan dag, enda orðin ansi þreytt á pinnamatnum. Dreymir um gúllasið hennar mömmu, hakk og spagettí, kjötsúpu og eitthvað eðlilegt..
Verð að drífa mig niður, erum að fara af stað í eitthvað mission..
-UB
23.9.2006 | 08:16
Að sofa út..
..er best í heimi, sérstaklega þegar maður veit ekki sú verði rauninni þegar vekjaraklukkan fer af stað kl. 8. Þá beið mín sms í símanum.. "You´re not needed until after lunch".. Gleyma, að ég ætli þá að fara að klæða mig upp og mæta í morgunmat hálf 9
Ég fór nú meira að segja að sofa á góðum tíma í gær þannig að ef þið heyrið mig kvarta undan þreytu í dag, ekki vorkenna mér..!
Er samt að hugsa um að nota tímann vel og læra til hádegis.. Ekki veitir af, hoppa beint út í djúpu laugina þegar ég kem heim en ég verð í miðannarprófum frá 3. til 18/19.okt. Grunar að ég verði að búa niðrí skóla eða gamla mbl húsi þessa daga og læra út í eitt..
En eftir að þessum prófum lýkur hefur mér svo tekist að bóka mig hingað að þangað. Í byrjun nóv. er það t.d Indland í viku og London í 3 daga. Og í lok nóv. fer ég til Írlands í tvo daga í eitt stutt verkefni. Tvö eða þrjú verkefni er ég ekki búin að fá dagsetningar á, en þau munu að öllum líkindum eiga sér stað núna fyrir jól. Sem sagt meiri vinna og enn meiri ferðalög framundan..
En svo er líka draumurinn að verðlauna aðeins sjálfan sig fyrir vinnuna og kíkja aftur til New York rétt fyrir jólin. Upplifa þessa margrómuðu jólastemmningu sem þar svífur yfir vötnum á þessum tíma árs. Spurning hvern maður á að að draga með sér, en ég er nú með eina manneskju í huga..
Best að fara að gera eitthvað.. Tíminn flýgur..!
Kíki á ykkur aftur í kvöld þegar ég kem heim úr "The Miss World Charity dinner" sem er árlegur viðburður keppninnar..
-Uns