..Þá skiljast leiðir..

Það er komið að leiðarlokum.. Stóra kvöldið í kvöld og mjög sérstakt tímabil í lífi mínu á enda..

Árið mitt búið að vera ógleymanlegt í alla staði, gengið í gegnum djúpa dali og yfir hæstu fjöll, líkt og gengur og gerist, en fyrir vikið stend ég uppi í dag mun sterkari og heilsteyptari einstaklingur en nokkru sinni fyrr. Síðastliðinn mánuður spilaði stóra rullu í því ferli og var lokahnykkurinn sem ég þurfti..

Vinkonur mínar missa það, ef ég set þetta hérna inn, en ég get ekki annað þar sem ég tók þetta svo til mín.. Sorry stelpur..Brosandi Rak augun í stjörnuspá í lok ágústmánaðar, ætlaða tvíburanum sem ég tilheyri. Þar stóð eitthvað á þá leið..

"Þú velur þér samferðafólk þitt í lífinu en situr uppi með sjálfa þig. Ekki bíða lengur með sætta þig við hlutina, lærðu að lifa með fortíðinni og hættu í sífellu leita að hinu rétta. Vertu hin eina rétta"

Vel mælt og eitthvað sem ég ætla að tileinka mér..

Vil nota tækifærið og þakka ykkur fyrir samfylgdina.. Ykkur sem hafið fylgst með mér, glaðst með mér frá upphafi og veitt mér ómetanlega hlýju og stuðning.. Og einnig ykkur, sem komið hérna gagngert til að gagnrýna.. Þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur, er minn harðasti gagnrýnandi sjálf og þar verður engin breyting á..

Ætla hér með að kveðja ykkur, um leið og ég horfi til baka yfir árið og hugsa til manneskju sem fylgdi mér hvert fótmál og á svo stóran hluta af hjarta mínu..

 

..My Way...

..I've loved, I've laughed and cried.
I´ve had my fill.. My share of losing.
And now, as tears subside,
I find it all so amusing..


..For what is a man, what has he got?
If not himself, then he has naught.
To say the things he truly feels,

And not the words of one who kneels.
The record shows I took the blows.
And did it ..my way..

                                                                                                           -Frank Sinatra-

 

..Köttur út í mýri, setti upp á sig stýri.. Úti, er ævintýri..

Eða.. Rétt að byrja..?

-Uns


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband