18.5.2006 | 23:55
..Heima er best..
Þegar heim var komið og ég búin að sofa úr mér þreytu síðustu daga lá leiðin beina veginn í matarklúbb með gömlu vinunum. Þar voru mætt Einar og Sandra, Hjörtur og Hera og Edda mín, en Valdi hennar þykist vera að læra á Flórída svo hann var fjarri góðu gamni. Við skemmtum okkur konunglega og alltaf jafn gaman að rifja upp gamlar minningar og hlæja sig máttlaus yfir fíflaganginum sem við höfum tekið uppá í gegnum árin
Daginn eftir var svo hestamót uppí mosó og sætustu tvíburar í heimi að keppa! Þeir enduðu þeir líka báðir með verðlaunapening um hálsinn og stóðu sig eins og hetjur!
Næstu dögum eyddi ég svo meira og minna í hesthúsinu og einhverju stússi en auk þess var á dagskránni ein myndataka og tvö viðtöl eða svo. Ég fór líka á stóru reiðhallarsýninguna í Víðidal og á dansiball með hljómsveitinni Hunang en þar voru ófá danssporin tekin við gamla góða slagara. Brjálað stuð!
Í síðustu viku var ég svo viðstödd hátíðarkvöldverð í Perlunni til heiðurs ræðismönnum Íslands allsstaðar af úr heiminum. Mér var boðið af háttvirtum utnaríkisráðherra, Geir H. Haarde og sat til borðs með honum og stórglæsilegri konu hans henni Ingu Jónu. Aðrir á mínu borði voru m.a heiðursræðismenn frá Bretlandi, Indlandi og Hong Kong.
Mér á vinstri hönd sat ræðismaður Íslands frá Indlandi og er hann einstaklega áhugaverður maður. Grunar að það vaxi bláir peningar á trjánum í garðinum hjá honum en hann á íbúðir í minnst 5 borgum í heiminum. Við spjölluðum mikið og skemmtum okkur vel og áður en kvöldið var á enda var búið að slá því föstu að ég mundi koma út til Indlands að heimsækja þau hjónin síðar á árinu. Meira segja búin að heyra frá þeim og alles þannig að þetta er eitthvað sem er að fara að gerast.
Þetta kvöld rættist einnig langþráður draumur. En ég fékk tækifæri til að hitta og spjalla við Frú Vigdísi Finnbogadóttur sem er kona sem ég met ofsalega mikils. Hún gaf mér nokkur góð ráð sem ég mun án efa geyma fyrir aftan eyrað lengi vel.
Daginn eftir Perluna fór ég svo í skólaheimsóknir í tengslum við verkefni sem ég hef verið að vinna að, með félagi Landsbyggðarvina. Ég er titluð verndari verkefnisins og er það búið að vera í gangi síðan fyrr í vetur. Fyrsti hluti þess gekk út á ritgerðarvinnu grunnskólanema þar sem þau skrifa niður hugmyndir um hvað sem má gera til að betrumbæta umhverfið í þeirra eigin bæjarfélagi. Þá völdum við úr nokkrar ritgerðir og hlutu þeir unglingar sem áttu þrjár bestu hugmyndirnar verðlaun fyrir vikið.
Síðari hluti verkefnisins var svo verklegur, þar þurftu krakkarnir að útfæra hugmyndirnar sínar í máli,myndum eða á annan krefjandi hátt og í síðustu viku fór ég í nokkrar skólaheimsóknir og kynnti mér það sem þau hafa verið að vinna að.
Verðlaunafhending fyrir síðari hluta verkefnisins fer svo fram á morgun föstudaginn 19. maí og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann skóla sem vinnur
Síðan er það bara same old same old, hestar, hesthús, hestamót, hestasýningar. Vinkonur mínar tjáðu mér það um daginn að þær væru komnar með áhyggjur af því að ég myndi á endanum breytast í hest og fannst gott merki um þróun í þá átt þegar þær fréttu af mér í reiðstígvélunum og reiðgallanum með medalíu um hálsinn undir úlpunni, á videoleigu niðrí bæ! Litli Lúúðinn
..Frekar skítt með Eurovision úrslitin í kvöld.. Enn "kemur Ísland", gerum betur næst!
Farin í svefn..
-UB.