..Fall er fararheill..!!

Elsku Sif, Ásdís og Jóna Kristín, innilega til hamingju með árangurinn í gær! Þið eruð æðislegar í einu orði sagt!!Brosandi Og það gildir líka um allar hinar stúlkurnar í keppninni í gær, stóðuð ykkur eins og hetjur og gerðuð þetta kvöld yndislegt! 

En þetta var nú aldeilis skemmtileg afmælisgjöf sem ég fékk rétt eftir miðnætti í gær á fyrstu mínútum afmælisdagsins! EN ég "kaus", vægast sagt, að fljúga á hausinn á sviðinu á Broadway!

,,En hvaða, hvaða".. Þurfti ekki hvort sem er aðeins að krydda upp í þessari keppni! Komið gott af því að stelpurnar "næstum því detti" og flott að sjá fótunum gjörsamlega kippt undan einni!Svalur 

En það er líka nákvæmlega það sem gerðist, gólfið þarna var eins og skautasvell og ákkúrat á þessum hluta sviðsins hafði gleymst að skúra eftir bón, með fyrrgreindum afleiðingum. Sendi "þakkir" þeirra sem áttu að sjá um það.. Þið eruð  án efa komin á svarta listann hjá mér!

Skil reyndar ekkert í henni ömmu Gull að hafa ekki leitt mig á sviðinu eins og hún er vön að gera, hefur verið ansi upptekin við saumavélina í gærkvöldi, þessi elska. En ég efast um að hún sleppi af mér takinu héðan í fráGlottandi

En ég er óbrotin og kórónan líka, ótrúlegt en satt. Einungis með 3-4 GÓÐA marbletti sem eiga eftir að minna mig á þetta næstu daga, en ég held að ég eigi met í því safna mér skemmtilegum marblettum sem myndast við furðulegustu aðstæður.

 Er farin út í góða veðrið og að njóta þess að vera orðin árinu eldri..! Glottandi

 -Uns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband