31.5.2006 | 12:41
..Trampólín..
Ja hérna hér.. Þessi litla óvissuferð sem ég skipulagði hefði bara ekki getað heppnast betur, allir í skýjunum með hana og hún verður svo sannarlega einn af viðburðum ársins sem verður rifjaður upp aftur og aftur!
Enn hér kemur ferðasagan..
Laugardagurinn var tekinn snemma, fór á fætur fyrir allar aldir til að allt yrði nú örugglega á hreinu þegar ég mundi sækja skvísurnar. En ég verð að viðurkenna það að skipulagspúkinn í mér tók öll völd þennan dag..!
Ég var búin að fá lánaðann hinn fínasta 7 manna bíl hjá B&L, en fólkið þar er alveg meiriháttar yndislegt og reddaði mér þessum svaka kagga, þar sem við vinkonurnar vorum svo óheppilega margar að við komumst ekki fyrir í 5 manna bílnum mínum.
Um 11 leytið sæki ég þær eina af annarri og þær hafa ekki hugmynd um hvað við erum að fara að gera.. Og að sjálfsögðu gera þær í því að reyna að veiða það upp úr mér! Fyrsta stopp var í Grafarvoginum þar sem ég hafði grafið upp þessa fínustu Jetski leigu sem engin okkar hafði ekki hugmynd um að væri þarna. Við skelltum okkur allar út á sjóinn á þessum tryllitækjum og brostum út að eyrum! Einum of mikið adrenalínkikk þar á bæ
Þaðan lá leiðin beina veginn upp í hesthús í Mosó þar sem við byrjuðum á því að snæða pizzur af bestu list frá besta pizzastað í heimi, Pizzabæ.
Eftir mat var svo allri hersingunni skellt á hestbak á góða og ljúfa hesta sem við Straum vorum búin að smala héðan og þaðan en þægilega og rólega hesta, fyrir óvana, er ekki að finna á hverju strái. Stelpurnar stóðu sig svo eins og hetjur! Riðum alla leið upp í Laxnes og til baka, yfir ár, upp og niður brekkur, alveg stórslysalaust Þær eru nú meiri snillingarnir!!
Eftir reiðtúrinn skutumst við heim í Brúarásinn þar sem skipt var um föt í snarhasti og raðað sér aftur í bílinn. Þá keyrði ég með þær austur á Stokkseyri þar sem við gæddum okkur á dýrindis humarveislu. Þetta var eiginlega OF góður kvöldverður til að reyna að lýsa því hér, en hann var alveg SÚÚPER
Þaðan var svo haldið áfram í austurátt þar sem við eyddum kvöldinu í heitum potti í sveitakyrrðinni og skemmtum okkur stórkostlega vel. Mikið hlegið og mikið trallað, en Olga vinkona vinnur þessa dagana á leikskóla í borginni og hún sá um að kenna okkur þessa helstu söngva sem nauðsynlegt er að kunna Við áttum það reyndar til að breyta textanum nákvæmlega eins og okkur hentaði og voru margir hlutirnir sem við tökum uppá í þessum galsa alveg PRICELESS!!
Stelpurnar spiluðu svo sama leik og ég og komu mér alveg á óvart með svölustu afmælisgjöf allra tíma! Signý og Magga vinkona höfðu þurft að koma á auka bílum þar sem gjöfin var falin og grunaði mig því ekki nokkurn skapaðann hlut.
Afmælisgjöfin í tilefni 22 ára afmælis míns var risa TRAMPÓLÍN og ég táraðist af hlátri þegar þær afhentu mér hana! Hversu svöl gjöf er það!!
Daginn eftir vöknuðum við svo óhemju snemma og tókum til, misduglegar, en á endanum brunuðum við inn á Selfoss í "leftovers" lunch á KFC. Magga hafði skilið bílinn sinn eftir á Selfossi yfir nóttina og að sjálfsögðu var búið að skella á hann spoiler og öllum þessu helstu græjum þegar við komum og náðum í hann
Restinni af deginum eyddum við svo vægast sagt í leftovers stemmningu, enda að kálast úr harðsperrum eftir Jetskiið og hestaferðina.
En eins og ég sagði áður þá hefði ferðin ekki getað verið betur heppnuð og þakka ég það frábærum félagskap!! Vantaði samt þrjár skvísur og var þeirra sárt saknað!
Framundan hjá mér er svo ýmislegt eins og fyrri daginn en ég fer samt ekki aftur út fyrr en eftir viku og þá er ferðinni heitið til Wales..
Annars er ég mest í því að taka á móti bröndurum um hið fræga fall mitt í síðustu viku, en ég held að það sé nokkuð ljóst að ég sé búin að búa til grunninn að einu góðu atriði í áramótaskaupinu
Farið vel með ykkur!
-UB