1.6.2006 | 09:14
..Sumarið er tíminn..
Er að hlusta á gamalt og gott lag með Amos Lee. Datt inná það í útvarpinu á leiðinni heim í gærkvöldi en ég var búin að gleyma því hvað hann getur verið góður..
En sumarið er svo sannarlega komið, þó að veðrið sýni það ekki alveg þessa dagana.. Fór í snilldar ísbíltúr með Sigríði, Sonju og Signý vinkonu í gær og ég get svarið það, ég hef ekki hlegið svona mikið lengi..! Við kusum að gera prakkarastrik aldarinnar og nánast migum í okkur, bókstaflega, af hlátri
Maður lifir víst bara einu sinni og ég mæli með því að grípa þau augnablik sem verða á vegi ykkar til að framkvæma smá kjánaskap! Það er SVO þess virði eftir á
Annars fékk ég email að utan í morgun og finnst ekkert jafnóþægilegt og svona email.. Minnir mig á það að ég á mig engan vegin sjálf þetta árið. Í því kom fram að ég verð í burtu nánast allan júní.. Og öll plön sem ég vissi af hafa breyst og komin ný í staðin. Grunaði nú samt að ég yrði mikið úti í sumar þar sem ég er búin að fá svo gott frí hérna heima í maí.. En júní verður killer og ég verð svo sannarlega látin vinna fyrir laununum mínum.
Dagskráin er ekkert smá þétt og ég stoppa varla lengur á hverjum stað en tvo daga í senn. Löndin sem ég fer til eru m.a: Wales, England, Skotland, Pólland, Kína (Hong Kong, Shanghai, Sanya), Sviss og Þýskaland.
Planið er svo að ég komi heim þann 29. júni og taki flugið beint til Akureyrar til að mæta galvösk á Landsmót hestamanna sem verður reyndar löngu byrjað þarna Eg verð líka án efa óendanlega þreytt eftir þessa törn úti þannig að ætli ég eyði ekki mestum tíma sofandi inní tjaldvagni..
Annars var ég að koma úr Ísland í bítið þar sem við vorum að ræða Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins sem fer fram í kvöld. Ég mun ræsa hlaupið sem hefst kl. 19 við hús Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíðinni og einnig taka á móti hlaupurunum og veita verðlaun þar sem við á.
Hvet alla til að mæta og taka smá göngu/hlaupatúr, hafið gott af því og styrkið um leið virkilega gott málefni..!
En jæja.. Ætla að fara að gera eitthvað af viti..
-UB