..Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins..

Ræsti heilsuhlaup krabbameinsfélagsins í gærkvöldi en óvenju margir mættu miðað við veður. Held það sé nokkuð ljóst að við eigum alveg hörkuhlaupara hér á landi og þá sérstaklega marga unga og upprennandi og það var virkilega gaman að vera þarna og fylgjast með þessu.

Ég ræsti hlaupið með því að skjóta úr byssu og ég veit eiginlega ekki við hverju ég bjóst en mér sýndist þetta var nú bara vera venjuleg dótabyssa með hvellettu. Held ég hafi leikið mér með svona byssur í hundraðatali þegar ég var barn en báðir bræður mínir lifðu fyrir leikinn "löggur og bófar" á sínum timaGlottandi

Ég tók svo líka á móti hlaupurunum með verðlaunapeningum og hjálpaði til við að veita verðlaun sem veitt voru eftir aldursflokkum.

Annars fór gærdagurinn hjá mér í allt og ekkert. Ótrúlegt hvernig tíminn flýgur stundum frá manni og maður kemur engu í verk. Hefði þurft að fara að pæla í yfirvofandi ferðalagi, skoða stöðuna á Miss World fötum og redda mér nýjum kjólum, komin með pínu leið á gömlu kjólunum mínum. En ég reyni að koma því inn í verkefni dagsins sem þó eru allnokkur.

Helgin enn óráðin. Stepurnar á leið upp á Arnarstapa í útileigu, en ég verð að öllum líkindum að fylgast með hestamóti upp í Mósó  og svo gæti verið að maður kíki austur í sveitina.

Annars er ég dottin í tónlist sem ég var hætt að hlusta á.. Stundum hættulegt..

-Vonin blíð -Bubbi

-Einn dag í einu -Bubbi

..Best I ever had..

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband