8.6.2006 | 17:06
..Kóngurinn..
Helgin leið alltof alltof fljótt..
Pabbinn kom heim frá Kínalandinu á föstudag og mættum við systkinin að sjálfsögðu út á völl að sækja gamla. En þá hafði ég eytt nokkrum tíma í að snurfusa íbúðina hans, sem var búin að standa auð í næstum þrjá mánuði.
Það er snilldin ein að vera búin að fá pabba heim og hann er eins og ég, fór beint í sveitina þar sem við gríslingarnir kíktum á hann kvöldið eftir og áttum frábæra kvöldstund í faðmi fjölskyldunnar, en amma og afi voru að sjálfsögðu á staðnum. Hef sjaldan hlegið jafn mikið og brandararnir fengu svo sannarlega að fjúka þetta kvöld, í bongó blíðu í Fljótshlíðinni!
Sunnudagurinn fór í hestamót og pælingar og urðu úrslit dagsins þau að einn fjölskyldumeðlimur hefur komið sér inn á landsmót og annar fer sem varahestur! Ekki slæmt það En sama kvöld var það svo matarboð hjá Brósa og Beggu í fínu fínu íbúðinni þeirra í Breiðholtinu.
Á mánudag tók ég svo þátt í aldeilis skemmtilegri uppákomu, en það var fjölskylduhátíð fyrir langveik börn sem var haldin niðrí Rjóðri. Þarna voru í boði grillaðar pulsur, söng- og skemmtiatriði, en börnunum til skemmtunar voru m.a mættir landsliðsmennirnir Grétar, Hemmi og Haukur Ingi sem og Idol stjarnan Ingó og Rotweiler hundurinn Þorsteinn Lár. Þetta heppnaðist einstaklega vel og ég get ekki sagt annað en að ég hlakki til að koma aftur á næsta ári!
Enn svo var komið að því! Kóngurinn fimmtugur og ég bara gat ekki látið tónleikana framhjá mér fara! Ólst upp við þessa tónlist og búin að hlusta á hana daginn út og daginn inn í áraraðir.
VÁÁÁÁÁ!!!! HVAÐ VAR GAMAN!!!! ARGASTA SNILLD! (eins og myndirnar bera kannski með sér.. ;)
Annars hafa síðustu dagar aðallega farið í pökkun og vesen við undirbúning þessa brjálæðislega langa túr sem ég er að fara út í.. Ég er heldur ekki frá því að litli stressboltinn hafi aðeins látið á sér kræla í mallanum á mér en ég er að fara út í svipað langan tíma og ég var í Kína í desember. OG það það var heil eilífð fyrir mér..
Farin að rýna í skipulagsbókina..
-Uns.