8.6.2006 | 22:54
..Wales..
Þá er ég stödd í landi Prince Charles, Tom Jones, Stereophonics,Charlotte church og Goldie lookin' chain..
Ekkert smá fallegt hérna..Nákvæmlega það sem allir voru búnir að segja um þennan stað og hann stóð svo sannarlega undir væntingum.. Ég var nú reyndar frekar heppin með veður þegar ég kom í dag. 27 stiga hiti og glampandi sól, get ekki kvartað En dagskráin þétt eins og venjulega og ég var að koma úr ansi löngum dinner þar sem fram fór uppboð til styrktar Save the children samtökunum hérna í Wales. Keppendur í Miss Wales 2006 voru allar mættar þarna en ég er víst að fara að dæma þá keppni annað kvöld..
Þetta var samt nú frekar boring uppboð og því nennti ég ekki að taka myndir, en ég lofa myndum eftir annað kvöld. Þá mun ég líka hitta Claire, núverandi Miss Wales sem var með mér í Kína og var ein af mínum nánustu þar úti. Frábær stelpa..
En svo var ég að átta mig á einu allsvakalegu, þessu alveg óviðkomandi.. Ég verð heima í alls tvær og hálfa helgi í allt sumar.. Hálfa helgin er fyrsta helgin í júlí og þá er náttla landsmót, næsta er 15-16 júlí (en það er samt mjög líklegt að ég verði að dæma Miss England í London) og þriðja helgin er verslunarmannahelgi, allavega eins og staðan er í dag.. Össössöss.. Þannig að það verður lítið um aðrar útilegur og roadtrip sem búið var að plana En flottar helgar til að detta niðrá samt sem áður.. Lukkunnar pamfíll (hvernig sem það er nú skrifað)..
Sú sem sér um dagbókin mína hefur ekki hugmynd um að þetta séu skemmtilegar helgar heima á fróni en þetta getur líka allt breyst og mun 100% breytast ef ég þekki þetta lið rétt!
En hvað um það.. Ég þarf víst að fara að sigla í draumaheiminn.. Verð vakin 6 til fara að heimsækja ellimannaheimili.. Sem verður gaman því gamalt fólk er einum of mikið krútt!!
Náttý!
-UB