..Miss World Childrens Charity..

Komin aftur til London..Brosandi Fórum í enn eitt "nætur" flugið í morgun en það er ótrúlegt hvað við förum oft ELDsnemma á morgnanna  í flug...Óákveðinn

Var til dæmis svo þreytt í fluginu í gærmorgun frá Berlín aftur til Póllands að ég sofnaði í leigubílnum, í flugstöðinni og svaf svo alla leiðina í flugvélinni.. Hefði pottþétt getað lagst niður á gangstéttina og sofið værum blundi.

Gærdagurinn í Póllandi fór svo í viðtöl og myndtökur, enn og aftur. Sat nirðí lobbyi á hótelinu og tók á móti blaðamönnum frá 11 til 17 og nú er ég er orðin asni vön því að svara spurningum um sjálfa mig..

Í gærkvöldi horfðum við á leikinn Pólland-Þýskaland, með blaðamönnum að sjálfsögðu.. En fótbóltaáhuginn minn vex með hverjum deginumBrosandi

En nú er ég komin til London eins áður sagði.. og byrjaði að sjálfsögðu á að leggja mig um leið og ég kom upp á herbergi og svo er ég bara búin að vera að taka því rólega enda mikil átök framundan..

Sjónvarpsviðtal í hádeginu á morgun, kokteilboð í hjá sendiherra Kuwait hér í London seinni partinn og árlegt góðgerðar - galaball Rauða krossins annað kvöld þar sem ég mun bera mjög verðmætt hálsmen allt kvöldið, sem verður síðan boðið upp í lokin.

Á laugardag flýg ég svo til Sviss þar sem ég er að fara að vera kynnir á stórri tískusýnigu sem fer fram á mánudag en sunnudagurinn kemur til með að fara allur í æfingar.

Var að fá ótrúlega merkilegar upplýsingar áðan hjá Miss World skrifstofunni.  En þau voru að taka saman heildar fjárupphæðina sem ég er búin að safna hingað til á árinu en það eru um, 

7. milljónir dollara..!!!

Ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum, en jújú svo er víst og ég hef oft verið að koma góðum peningaupphæðum til þeirra sem þarfnast þeirra án þessa að vita einu sinni af því sjálf! Þetta er nefnilega þannig að fyrir allar þessar heimsóknir sem ég fer í, og alla þessir viðburðir sem ég tek þátt í eru borgaðar stórar fjárhæðir sem renna beint í Miss World Childrens Charity sjóðinn sem er svo úthlutað til þeirra sem þarfnast hans mest. Inn á milli tek ég svo þátt í söfnunum annara góðgerðarsamtaka eins og t.d. Variety í USA, Save the children í Wales í síðustu viku, og Rauða krossins á morgun. En verð nú bara að segja það að ég er ansi ánægð með árangurinn hingað til því ég veit að við eigum eftir að nota kórónuna mikið mun meira til styrktar góðgerðarmálum á þessum þrem mánuðum sem eftir eruBrosandi

Það er allavega víst að ég fer að sofa í kvöld með bros á vörGlottandi

-Unshildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband