18.6.2006 | 14:43
..Mondo Valentino..
Jæja..
Komin til Sviss! Dagurinn í gær fór allur í ferðalag, ótrúlegt en satt þar sem það er aðeins klukkutíma flug hérna yfir frá london. Fluginu var seinkað og allt fór úrskeiðis sem mögulega gat, sem gerist oft þegarég ferðast
Galaball Rauða Krossins fór fram með pompi og prakt á föstudagskvöldið í London. Snæddum dinner hjá sendiherra Kuwait en það var gaman að sjá hversu vel Englendingarnir passa upp á erlendu sendiráðin sín. Þau eru öll á sama afgirta svæðinu sem er stór fallegur garður með götuskipulagi og mjög öflugri öryggisgæslu af skiljanlegum ástæðum.
Gala kvöldið sjálft fór svo fram að heimili The Lord Major of London, Alderman David Brewer og aðalskemmtikraftur kvöldsins var Michael Ball sem er einn virtasti söngavari Bretlands. Hann tók meðal annars smellinn sinn: "Love changes everything" við mikla ánægju viðstaddra.
Ég bar afar verðmætt hálsmen þetta kvöld sem var síðan boðið upp og fengust 4000 pund fyrir það. Nokkuð gott mundi ég segja og næst hæsta verðið sem fékkst fyrir einn hlut þetta kvöld..!
Ég var líka í einum glæsilegasta kjól sem ég hef séð, en hún Soffía mín sem tók þátt í ungfrú Reykjavík og Ísland í ár var svo yndisleg að lána mér hann! Truflaður kjóll sem ég hef verið ástfangin af síðan við fyrstu sýn!
Annars er Sviss alveg að gera sig.. Er á litlu sætu hóteli við Garda vatn, með útsýni yfir höfnina. Fórum út að borða í gær með aðstandendum þessarar tískusýningar sem við erum hér fyrir og enginn annar en hönnuðurinn Valentino sat á móti mér við borðið. Þessi sýning sem kallast Avant Garde er hans hugmynd og býður hann fólki frá öðrum löndum að koma á tveggja ára fresti og sýna sína hönnun í hárgreiðslu og fatnaði.
Dagurinn í dag mun svo fara í æfingar fyrir morgundaginn, og viðtöl og myndatökur við svissnesk blöð og tímarit. Sýningarnar sem verða tvær fara svo fram kl. 12 og 16 á morgun en mitt hlutverk mun vera að kynna atriðin sem verður án efa öðruvísi og skemmtilegt fyrir mig að prufa Í sýningunni mun ég einnig klæðast kjólum hönnuðum af Valentino sjálfum..
Gleymdi alltaf að gefa ykkur linka á eitthvað af þessum viðtölum sem ég fór í, í síðustu viku. Hérna eru allavega tveir..
http://fifaworldcup.yahoo.com/06/en/060612/1/7g0d.html
http://www.globalbeauties.com/closeup/2006/close_world.htm
Farvel..!
-UB