..Lonely blue..

Það er ekki hægt að neita því að góðu dagsverki var lokið í dag.. Tvær 3 tíma tískusýningarsýningar þar sem ég þurfti að kynna hvert atriðið á fætur öðru á bæði ensku og þýsku.. Og um 20 (+ -) viðtöl trekk í trekk frá því 9 í morgun og í kringum sýningarnar.

Var reyndar alveg uppgefin eftir fyrri sýninguna enda búin að vera ágætlega stressuð þar sem mitt hlutverk var frekar crusial. Þurfti að halda flæðinu gangandi og reyna að ná til áhorfendanna í salnum með leikrænum tilburðum sem við æfðum stíft upp í búningsherbergiGlottandi  Sá sem fylgdi mér í þessa ferð er einmitt einstaklega góður kynnir og starfaði við það í einhvern tíma fyrir nokkrum árum.. Seinni sýningin gekk síðan eins og í sögu og í heildina fór þetta allt saman alveg ótrúlega vel og Valentino var í skýjunum..! Hefði ekki getað verið betra..!!Brosandi

Þar með er þessi stutta ferð til Zurich svo sannarlega komin í hóp þeirra skemmtilegustu í ár. Kynntist fullt af góðu fólki fyrir utan það hversu frábært tækifæri þetta var til að koma sér á framfæri þar sem þetta var tekið upp og verður sýnt um alla Evrópu.

Nú er ég komin aftur til London, búinn að vera aðeins of strembinn dagur og ég ætti eiginlega að vera komin í rúmið. Enn.. Er á nýjum gististað.. Öll önnur hótel sem ég er vön að gista á voru full og ég er bara því miður ekki alveg að tækla andann hérna. Eldgamalt hús/hótel einhverstaðar í úthverfi í London og ég er bara ansi einmanna..Óákveðinn Ekki alveg að gera sig..

Ég las það einhverstaðar að til þess að manni líði sem best andlega þarf maður að fá 20 óumbeðnar snertingar á dag. Þá er ég að tala um klapp á öxlina, knús eða faðmlag.. Og það er nú þannig að á þessum ferðalögum mínum einangrast ég það mikið að einmannaleikinn þrengir sér auðveldlega að þegar maður kemur einn upp á herbergi á kvöldin. Get ekki beðið eftir að knúsa alla vel og lengi þegar ég kem loksins heim til að bæta upp þennan skort á kærleika..

Enn það fer nú að styttast í fjögurra daga pásu heim til Íslands, kem í lok næstu viku, 29 eða 30 og það verður sko langþráð pása. Sérstaklega þar sem júlí verður alveg jafn þéttsetinn og júní, ef ekki verri!! Fer út strax aftur í byrjun mánaðarins og á dagskránni eru, Ungverjaland, England, Svíþjóð, Kína (AFTUR!! arrg), Brasilía og Bandaríkin. Og örugglega eitthvað meira sem þeim hefur ljáðst að segja mér..

En núna er ég að alveg að sofna ofan í lyklaborðið.. Býð góða nótt og góða drauma!Brosandi

-Komnar fleiri myndir í Sviss möppuna-

-Uns

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband