..Odeon..

Tiltölulega rólegur dagur í dag. Þrjú símaviðtöl sem tóku sirka hálftíma hvert við pressuna hér í Englandi. Þegar þeim var lokið fékk ég mér göngutúr með ipodinn og kíkti í garð hér í nágrenninu. Veðrið reyndar ekki eins gott og það er búið að vera síðastliðnar tvær vikur en í kvöld fór aðeins að rigna sem þýðir vonandi að veðrið fer að skána heima.

Ég tók upp á svolitlu í kvöld sem ég hef aldrei gert áðurBrosandi Fékk yfir mig nóg af þessu blessaða hótelherbergi sem ég er á og ákvað að skella mér í bíó! Hehe, já EIN!! Hvað annaðGlottandi  Fór á DaVinci Code en ég hugsaði með mér, hef aldrei tíma til að fara í bíó heima og þegar til þess kemur verður þessi mynd löngu farin úr sýningu..!! Þannig að ég gerði mér ferð í joggingallanum, ekkert punt og ekkert ves, niðrí ODEON kvikmyndahús sem ég fann hérna rétt hjá og kom mér vel fyrir í dimmum salnum. Það voru örfáar hræður í bíó og mér fannst bara ekkert óþægilegt við það að vera ein á ferð Brosandi

Svo var myndin bara þrælgóð. Er alls ekki sammála þeim sem hafa verið að gagnrýna hana svona harkalega. Held reyndar að það hjálpi til að það eru komin ár síðan ég las bókina á einni nóttu og þar sem ég las svo allavega tvær aðrar bækur eftir Dan Brown eftir Davinci lykilinn, mundi ég ekki nákvæmlega söguþráðinn, og því náði myndin að koma mér á óvart á köflum.

Eftir bíó dreif ég mig svo auðvitað upp á hótel og horfði á leikinn, enda ekki annað hægt. Stór leikur þar á ferð og það virðist sem Svíarnir muni halda áfram að standa í Englendingunum en ef litið er á leiki þeirra síðustu ár hafa Svíarnir alltaf haft yfirhöndina.

Annars er morgundagurinn er bókaður í fjölmiðla. Verð sótt í fyrramálið og fer bæði í sjónvarps- og útvarpsviðtöl hér í London. Held að ég fái seinnipartinn frían eins og í dag og vona ég þá að það rætist aðeins úr veðrinu svo maður nái sér kannski aðeins í lit í kinnarnarSvalur

Ætla að detta í svefn!

 -Uns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband