..Niðurtalning..

Jæja.. Búin að vera netlaus í tvo daga.. Hrikalegt hvað maður verður háður svona hlutum. En hjá mér eru það síminn og netið þegar ég er að ferðast svona og vinna..

Var stödd á heimaslóðum fótboltakappanna í Man. United sem er ríkramanna úthverfi í Manchester og þekkist betur undir nafninu Cheshire. Lenti þar á fimmtudagsmorguninn en við komum til að styðja og hjálpa til við fjáröflunarkvöld NSPCC sem fór fram í gærkvöldi.

Þetta voru ansi þægilegir tveir dagar.. Gistum á gömlu sveitahóteli og á fimmtudeginum fékk ég að fara í heimsókn í hesthús í nágrenninu og keyra um í hestvagni.  Reyndar allt gert fyrir blaðamenn og ljósmyndara en ég naut þess engu að síður og þið trúið því ekki hvað það var gott að finna hestalykt aftur..!!Brosandi Áttaði mig engan veginn á því hvað ég saknaði hennar mikið.. Svo voru líka tveir svartir labrador hundar þarna sem ég knúsaði út í eitt, ásamt hestunum auðvitað og tókst mér að gera mig grútskítuga fyrir myndatökunaGlottandi Mér gat að sjálfsögðu ekki verið meira sama, en það voru ekki alveg allir á sama máli.. úps, heheBrosandi

Föstudagurinn fór svo í viðtöl og stúss og fjársöfnunin í gærkvöldi tókst með eindæmum vel. Yfir hundrað þúsund pund söfnuðust en við vorum bæði með uppboð og útdráttarlottó. Gestirnir voru bjóðandi þarna hverja milljónina á fætur annarri í skemmtiferðasiglingar og utanlandsferðir. En það er nokkuð ljóst að peningarnir vaxa á trjánum í görðunum hjá þessu fólki, enda hvergi annars staðar í Englandi og þó víða væri leitað, að finna jafnmarga Ferrari og Bentley'a samankomna á einum stað.

En nú er ég farin að telja niður.. 6 dagar þangað til ég fæ að loksins að koma heim í smá stund..  Get bara ekki beðið..! Brosandi Búin að vera ansi löng törn og mikil vinna og ég bara verð að komast aðeins heim að anda og sjá kunnugleg andlit..

Var að hugsa til þess í morgun.. Skondið hvaða aðferð maður notar stundum til að telja niður í eitthvað ákveðið. Eins og t.d ég og bræður mínir þegar við vorum yngri.. Við töldum ekki niður í útlandaferðir eða annað slíkt í dögum heldur í "hversu oft við þyrftum að borða fisk áður en við færum" sem þýðir að við töldum niður mánudagana í tiltekinn atburð.. Glottandi

Núna stóð ég mig hins vegar að því að telja hversu oft ég þyrfti að "krulla á mér hárið" áður en ég kæmist heim og komst að því að það er sirka 4-5 sinnum.. Nokkuð gott!

Annars er ég stödd á Heathrow, terminali 4. Flaug frá Manchester í morgun og er núna að bíða eftir flugi til Shanghai. Veit ekki hversu spennt ég er.. ENN þetta er síðasti áfangastaðurinn þangað til ég fæ að koma heim þannig ég get ekki annað en verið jákvæðBrosandi

Það versta við þetta er tímamismunurinn. Mun ábyggilega eyða tvemur dögum eftir að ég kem heim í að jafna hann út.. Enn það verður bara að hafa það..! Ég vaki þá bara áfram á nóttunni og sef á daginn..

Vona að ég verði með net þar sem ég gisti í Kínalandinu.. Þá læt ég í mér heyra!Glottandi

-UB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband