..Tæp heilsa og landsmót..

Jæja.. Það er nú aldeilis að ég skulda ykkur færslu..

Kom sem sagt heim fyrir viku síðan í kærkomið frí sem ég eyddi norður í Skagafirði í faðmi fjölskyldu og vina..

Stoppaði í Reykjavíkinni í aðeins örfáa tíma áður en ég brunaði norður á Vindheimamela með Pabba og litla bróður en við skemmtum okkur stórvel á leiðinni við að hlusta á gamla slagara og hlæja okkur máttlaus af gömlum Ladda disk sem var með í för. Heilsan mín var reyndar ekki upp á marga fiska eftir langt ferðalag heim og mikla vinnu síðustu vikna. Því miður fyrir mig átti hún aðeins eftir að versna, en ég er rétt að skríða upp úr veikindunum í dag.

Fyrir norðan var mér svo tekið opnum örmum en hestavinahópurinn var allur búinn að koma sér vel fyrir á tjaldstæðinu. Þrátt fyrir tæpa heilsu og raddleysi í nokkra daga naut ég þess til hins ítrasta að vera í góðum félagsskap fjölskyldu og vina og horfa á hvern gæðinginn á fætur öðrum sýna hæfileika sína á vellinum. Þetta gat ekki verið betra og ég verð að segja eins og er, landsmót stendur alltaf undir væntingum og er hápunkturinn annað hvert árBrosandi

Dagarnir núna eftir eftir helgi hafa síðan farið í að hitta vini sem ekki voru fyrir norðan enda langt síðan ég var síðast á landinu og ekki er þetta stopp sérstaklega langt þar sem ég fer út strax aftur í fyrramálið. Flýg fyrst til London en þaðan til Ungverjalands þar sem ég verð fram á helgina.

Veit einu sinni ekki almennilega hvenær mín er að vænta aftur heim en maður getur ekki annað en vonað að maður fái að sjá eitthvað meira af sumrinu hérna heima, ef það þá kemur!?!?!Glottandi

En það er komin háttatími á mig.. Hendi inn myndum frá landsmótinu um leið og ég hef meiri tíma..

Þangað til..

Góða drauma..Brosandi

-UB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband