..Nylon og Svíþjóð..

Þá er mín bara komin til Svíþjóðar, í fyrsta skipi á ævinni en þetta er einnig í fyrsta skipti sem Miss World heimsækir Svíþjóð. Held að ég sé nú samt ekkert sérstaklega vinsæl hérna sem Íslendingur þar sem úrslitin í handboltanum eru fólkinu fersk í minni en hver ein og einasta manneskja hér hefur nefnt þau við mig, heheGlottandi

Kom hingað óþarflega snemma í morgun, beint í hádegisverð með einhverju fólki og þar á eftir í hvert viðtalið á fætur öðru. Planið í dag, skoðunarferð um borgina (Stokkhólm) með pressunni, kokteilboð hjá Íslenska sendiráðinu hér í Svíþjóð (sem verður indælt), svo dinner og seint í kvöld sé ég um dómgæslu í keppninni um ungfrú Stokkhólm.

Gærdeginum eyddi ég í London en það var svo sannarlega ljúfur dagur!!Brosandi Lagði snemma af stað að hitta hana Emý vinkonu. Villtist reyndar aðeins á leiðinni þar sem ég var að reyna að fóta mig í strætisvagnakerfi Englands í fyrsta skipti en ég hef notað neðanjarðarlestina hingað til.

Hitti loksins Emilíu niðrí Knightbridge þar sem við röltum um og  kíktum í búðir en vorum of uppteknar af því að spjalla til pæla í einu né neinu í kringum okkur. Færðum okkur yfir á Kensington High street þar sem áttuðum okkur á því að líklega væri ráðlegast að setjast einhverstaðar niður svo við gætum spjallað almennilega. Höfum varla hisst á árinu vegna anna á báða kanta svo mikið þurfti að ræða og spegúleraGlottandi

Fengum okkur "late lunch" á Wagamama sem er frekar mikið góður staður og mæli ég hiklaust með honum, alls konar núðluréttir og gúmmulaði. Eftir það héldum við áfram að skoða okkur um og njóta dagsins en hann flaug frá okkur og allt of snemma skildu leiðir. Upphaflega ætlaði ég reyndar út að borða með Emílu og hinum skvísunum í Nylon, en það gekk því miður ekki upp þar sem ég var í gistingu svo langt í burtu og svo þurfti ég að vakna 3.30 í nótt til að fara í flug til Svíþjóðar. En við ætlum bókað allar saman út að borða í London á næstunni og er planið meira að segja að reyna að gera það núna í vikunni þegar ég kem aftur frá Svíþjóð.

        

Nylon var einmitt að gefa út sinn fyrsta "single" í London í dag og ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að fjárfesta í honum og styðja skvísurnar þar sem það fer eftir því hversu vel gengur að selja lagið í þessari viku hvort þær ná frekari árangri á breska markaðnum. Nánari upplýsingar á bloggsíðunni þeirra á minnsirkus/nylon eða nylon.isBrosandi

En ég þarf víst að hlaupa.. Komið að næsta dagskrárlið í dag!

-UB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband