..Umvafin Íslendingum í Svíþjóð..

Þessi heimsókn mín til Svíþjóðar hefur verið einstaklega ánægjuleg. Gærdagurinn reyndar illa langur en hann hófst á endanum með aðstoð nokkurra kaffibolla.

Eins og ég sagði ykkur fór fyrri hluti dagsins allur í blaðamenn og og ljósmyndara og þegar þeir höfðu fengið allt sem þeir vildu var komið að kokteilboði í Íslenska sendiráðinu. Gestgjafinn þar var hin yndislega Jóna Dóra sem er sendiherrafrúin okkar hér í Svíþjóð. Fleiri Íslendingar voru einnig viðstaddir og var þetta virkilega skemmtileg kvöldstund.

 

Næsti dagskrárliður var dinner á Cafe Opera, gamla fræga skemmtistaðnum hér í Stokkhómi en þar fór einnig fram keppnin um Ungfrú Stokkhólm síðar um kvöldið. Við sátum í gegnum heldur langan kvöldverð og þess má geta að ég hef sjaldan verið þreyttari og þá er mikið sagt. Um það leyti sem keppnin var að hefjast komu Jóna Dóra og skvísurnar úr boðinu okkur skemmtilega á óvart og mættu á svæðið öllum að óvörum. Þar með björguðu þær kvöldinu fyrir mér og ég verð að segja það að það er sjaldgæft að vera í jafn góðum félagsskapBrosandi

Ég ásamt Gunnu " fótboltamömmu Íslands" og Jónu Dóru.

Takk fyrir YNDISLEGT kvöld stúlkur!Brosandi

 

Dagurinn í dag byrjaði svo með heimsókn á barnaspítala þar sem ég afhendi börnunum ávísun uppá 20.000 sænskar krónur, sem vakti mikla lukku..

Eftir hádegi fórum við svo í útsýnissiglingu eftir strandlengjunni á glæsisnekkju og  það var gaman að sjá Stokkhólm frá hafi en enn skemmtilegra að prufa að sigla um á þessari stórgæsilegu snekkju. Svona græju langar mig að eignast einn daginn, þvílíkur lúxus!!Brosandi 

Með okkur á snekkjunni voru einhverjir blaðamenn að sjálfsögðu og sænsku umboðsaðilarnir okkar, sem og einn Íslendingur sem við hittum í gær og buðum með okkur. Hann heitir Baldur Bragason og er þekktur og virtur ljósmyndari víða um heim. Í dag sá hann til þess að ég fékk allar útskýringar í útsýnistúrnum á íslenskri tungu en hann er búsettur hér í landiGlottandi 

´

Ákkúrat núna er ég hinsvegar svo uppgefin að ég er að líða út af, þannig að ég ætla að fara að skríða upp í fína fína rúmið sem ég er með hérna. Algjör draumur, en auðvitað ekki betra en míns eigins!Glottandi

Flýg til London í fyrramálið og á frídag þannig að planið er að spóka mig með rísandi stjörnunum í Nylon en planið er svo að fara út að borða og á einhvern flottan klúbb annað kvöld! Verður án efa mikið fjör!Svalur

-UB

(fleiri myndir í albúmi -sweden-)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband