9.8.2006 | 20:02
..Blóðbönd..
Þetta er ekki hægt! Alltaf þegar ég kemst heim þá gleymi ég / "finn ekki tíma" að blogga.. Eins og ég detti úr allri rútínu og loki á allt sem ég geri þegar ég er að ferðast.. Skamm skamm..
Ég er búin að vera heima núna nokkra daga. Hafði ekki hugmynd um að ég væri að koma heim fyrr en deginum áður og hef ég sjaldan fengið skemmtilegra símtal en það sem sagði mér að ég væri bókuð í flug heim tveimur vikum fyrr en ég hélt! Það þýðir hins vegar ekki tveggja vikna frí því ég þarf að fara strax aftur út eftir helgi og þá fljúga til hvorki meira né minna en BRASILÍU
Síðasta deginum í London í síðustu viku eyddi ég með skvísunum í Nylon. Og það var vægast sagt GAMAN! Röltum um í miðbænum allan daginn, settumst á kaffihús og nutum veðurblíðunnar. Um kvöldið var svo farið út að borða á rosa góðan tailenskan stað sem heitir Blue Elephant en eftir það byrjaði ballið. Vorum sóttar á veitingastaðinn af einkabílstjóra. Vorum bókaðar á 3 flotta klúbba og fengum svo sannarlega "star treatment" á þessum stöðum. Bílnum keyrt upp að dyrum, bílstjórinn út að tala við dyraverðina og við beint inn, framfyrir röðina Leiddar inn í VIP herbergi þar sem við vorum með einkaþjón og allar græjur! Frekar ljúft líf og svona kvöld var virkilega gaman að prufa að upplifa!!
Síðan ég kom heim hef ég eytt mestum tíma mínum með vinkonunum en síðustu tvo daga er ég búin að vera í sveitinni með pabba að hestast fram og til baka. Fórum ásamt nokkrum öðrum með rekstur héðan frá Brekkum niðrá Árbakka á mánudagskvöldið, frá Árbakka niðrá Krók í gærkvöldi en þessir litlu túrar hafa tekið um 4-5tíma bæði kvöldin. Harðsperrurnar láta ekki bíða eftir sér en ég geng eins og spítukall í dag enda ekki getað riðið neitt almennilega út allan júní og júlí og því komin úr þjálfun. OG þar sem líkaminn er ekki vanur því að sitja á hesti 4-5 tíma samfleytt er hann að mótmæla og ég frekar mikið lurkum lamin.
Þessar myndir voru teknar á bökkum Þjórsár í gærkvöldi..
Minna mig á stað sem ég þekki lítillega..
Hvergiland..
Veðrið leikur við hvern sinn fingur hér í sveitinni og eins og er sit ég út á palli og nýt útsýnisins sem við höfum yfir sveitina í kring, landeyjarnar og hinar frægu eyjar kenndar við Vestmenn. Spurning hvort maður heimsæki þær eitthvað í ár.. En það er alveg óvíst og fer eftir ýmsu sem mun vonandi koma í ljós á næstu dögum..
Lag síðustu ferðar út og síðustu daga er:
-Blóðbönd af nýja disknum hans Bubba.. Situr alveg rosalega í mér enda fallegt og magnþrungið lag..
Gleðilegt sumar..
-Uns
*myndir frá London og grillveislu Möggu vinkonu um helgina VÆNTANLEGAR