9.8.2006 | 20:07
..Dimma og Bjartur..
Ég elska hvað allir eru jákvæðir og í góðu skapi þegar sólin skín svona skært. Þá er gaman að vera til
Er komin í bæinn en á leiðinni úr honum aftur. Er hérna út á stétt að pakka. Hestagallinn og útivistarfötin komin í tösku en ég er með dygga aðstoðarmenn sem fylgjast gaumgæfilega með því að allt fari vel og rétt fram. Þessi hérna hægra megin er hins vegar vís til að fara í fýlu þá og þegar þar sem hann er aldrei sérstaklega sáttur með mig þegar ég fer frá honum
Dimmalimm og Bjartur í Sumarhúsum
Er að fara að hestast um helgina eins og venjulega.. Finnst það einfaldlega bara langskemmtilegast og afhverju þá að gera eitthvað annað.. Fer út í heim aftur eftir helgi og planið er að njóta þess á meðan ég er hérna heima.
Að lokum vil ég hvetja alla til að senda henni Sif fegurðardrottningunni okkar strauma en stóra kvöldið hennar er á sunnudaginn (held ég alveg örugglega!!). Hef aðeins verið að fylgjast með henni og hún er búin að standa sig MJÖG vel. Keppnin sem hún er að fara að tækla er Miss Universe. Aðeins annar handleggur en Miss World en þessar tvær keppnir eru samt risarnir í þessum fegurðasamkeppna "heimi". Ganga reyndar ekki alveg út á það sama enda umgjörðin í kringum þær gjörólík..
Hafið það sem allra best um helgina og akið varlega þangað sem þið eruð að fara
-UB