9.8.2006 | 20:07
..Mins og Tindz..
Helgin mín var æðisleg enda sól og blíða út í eitt.. Eyddi henni aðallega á hestbaki og hann Tindur minn var alveg í stuði á Löngufjörunum
Gærdagurinn fór í þreytu og þar með afslöppun en einhverra hluta vegna var ég glaðvöknuð fyrir 8 í morgun sem er ekki alveg það algengasta þegar ég er hérna heima..
Held að málið sé bara að byrja að undirbúa næstu ferð út. Skilst að ég fljúgi til London á miðvikudagsmorgun en veit það samt aldrei fyrir víst fyrr en ég fæ miðann í hendurnar. Þaðan er ferðinni heitið til Brasilíu þar sem ég verð allavega í 5 daga. Allt sem gerist eftir þann tíma er óráðin gáta. Hef ekki hugmynd um hvort ég kem beint heim eða held áfram að túra eitthvað um þann hluta heimsins.
-Fleiri myndir frá helginni í albúmi-
-Uns