9.8.2006 | 20:08
..Flughremmingar..
Fyrirgefiði elzkurnar mínar að ég er ekki búin að láta vita af mér..!! En ég hef ansi góða afsökun því síðustu dagar hafa verið í ruglinu..!
Þetta byrjaði allt snemma morguns í síðustu viku þegar ég flaug til London sem var fyrsti áfangi mun lengra ferðalags til Brasilíu. Þegar ég lenti þar upp úr hádegi tók á móti mér 6 tíma bið í næsta flug. En ég tæklaði þann tíma vel og skellti mér aðeins í bæinn í London, enda búin að tékka farangurinn alla leið og sallaróleg yfir þessu öllu saman..
Þegar ég skilaði mér aftur á Heathrow var hins vegar komið annað hljóð í skrokkinn á systeminu þar. Rafmagnsleysi í central London setti úr skorðum mikið af flugum þennan dag og við lentum í 3 tíma seinkun á flugið okkar til Parísar, bæði vegna rafmagnleysisins og svo brjálæðislegs þrumuveðurs sem herjaði á himininn fyrir ofan Heathrow. Þessi seinkun varð til þess að við misstum af fluginu okkar til Sao Paulo sem fór frá París þetta sama kvöld..
Fyrir okkur þýddi þetta nótt í París, sem var í góðu lagi mín vegna. Dauðþreytt eftir langan dag og mun betra að leggjast í almennilegt rúm heldur en að reyna að sofa úr sér þreytuna í "flugvélarúmi". Við vorum samt heppnar að fá flug strax morguninn eftir svo að þéttskipulögð dagskráin í Brasilíu raskaðist ekki of mikið.
Flugið suðreftir var svo ágætt bara.. Svaf slatta, las, horfði á video og talaði hrognamál við krúttilega afann með jólasveinaskeggið sem sat við hliðiná mér, en hann talaði bara portúgölsku og frönsku og ég spænsku og ensku. Frekar fyndin útkoma á samræðum Hann hafði miklar áhyggjur af því að ég væri að frjósa úr kulda (sem ég var) og reddaði mér aukateppi OG lét mig hafa sitt eigið, algjör mús..
Þegar við loksins komum til Sao Paulo var kl. um 19 sem er um 22 heima. Auðvitað, auðvitað komu töskurnar okkar EKKI og ég ætla ekki einu sinni að fara út það mál, nenni ekki að ræða það enn einu sinni, en get sagt ykkur það að nú er ég hálfnuð með dagskránna mína hérna niðurfrá og er enn töskulaus! (arrrg..)
Og hrakfallasagan er ekki búin.. Þar sem við komum 12 tímum seinna en áætlað var höfðum við misst af ansi mörgu sem búið var að bóka þennan dag. Þar á meðal milljón og sjötíu viðtölum en eins og ég sagði ykkur er áhuginn fyrir fegurðarsamkeppnum og fegurðardrottningum einna mestur í þessum hluta heimsins. Niðurstaðan varð, beint af flugvellinum í heimsókn á barnaspítala þar sem öll börnin og öll pressan beið spennt eftir okkur.
Og bíðiði bara.. Á leiðinni þangað sprakk á bílnum..!!
Leið eins og ég væri komin inn í einhverja lélega bíómynd, svona mikið af hrakningum á svo stuttum tíma er ekki hægt að skrifa undir sem tilviljanir!
Alveg magnað.. En á endanum komumst við þó á þennan blessaða spítala, kláruðum eitthvað af viðtölum og myndatökum og ég tek það fram, í mínus ferskleikastigum og þegar klukkan var orðin 12 á miðnætti vorum við loksins settar aftur út í bíl og héldum auðvitað að við værum að fara upp á hótel, tékka okkur inn.. OG SOFA!
En neibb.. Dinner var það og stóð hann í næstum þrjá tíma og þar hélt ég virkilega að ég yrði ekki eldri..! Komin upp í rúm kl. 6 á líkamsklukkunni minni en þá fengum við nokkurra tíma svefn áður en ævintýrið hélt áfram..
-Framhald á morgun-
-UB