..Ungfrú Brasilía..

Fékk að sofa út í morgun eða alveg til 9 sem er draumur í dós í svona vinnuferðum..

Eftir morgunmat upp á herbergi fórum við í smá útsýnistúr um Curitiba en þetta er mjög falleg borg og mun meira heillandi en Sao Paulo. Þess má geta ég var að frjósa úr kulda allan tímann þar sem það er að sjálfsögðu VETUR í Brasilíu og hann er barasta skítkaldur, allavega hérna í Suður-Brasilíu.. 5 gráður  á celsíus og minnti nett á Ísland, þó ég voni nú að það sé aðeins hlýrra þar núna.

Eftir túrinn hófst svo undirbúningur fyrir aðalmálið, Miss Barzil Mundo keppnina en hún fór fram um miðjan daginn fyrir framan 1200 áhorfendur og í beinni útsendingu um alla Suður-Ameríku!! Rosalega flott keppni og eiginlega bara "mini" útgáfa af Miss World keppninni sjálfri. Greinilegt að skipuleggjendurnir vita hvað þeir eru að gera. Stelpan sem vann var voða sæt og fín eins og reyndar margar þarna, en hún talar litla ensku og verður gaman að sjá hvernig henni gengur í Miss World.

 

 

-Baksviðs tilbúin með borðann fyrir verðandi Miss Brazil-

 

 

Nýkrýnd Miss Brazil

Þegar keppnin var búin og ljósmyndarar höfðu lokið sér af var það dinner til heiðurs “Miss World” og nýkrýndri Miss Brazil Mundo hjá pólska ræðismanninum í Brasilíu. Hann bauð okkur til sín þar sem eins og flestir vita fer Miss World 2006 fram í Póllandi.

 Yfir þessum dinner var mér boðið af lækninum sem við höfðum kynnst, eins ekkert væri sjálfsagðara frítt í hvaða lýtaaðgerð sem ég vildi, sem ég afþakkaði pent..Glottandi

Ótrúlegt hvað það að fara í lýtaaðgerð hérna úti er eins og að drekka vatn. Sat meðal annars með konu á borði sem sagði mér að hún hefði lagst sextíu sinnum undir hnífinn á ævinni!!  Enda leit hún ekki mjög eðlilega út..

Í fyrramálið flýg ég svo aftur til Sao Paulo. Erum að fara í smá dekur sem verður æðislegt en það er japanski læknirinn enn og aftur sem býður okkur í heilsulind sem hann rekur þar.

Þangað til næst..

-UB                           

Ps. Enn fleiri nýjar myndir komnar í albúm -Brazil-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband