..Afsakið Hlé..

Takk fyrir þolinmæðina elzkurnar, en vegna óviðráðanlegra ástæðna varð ég að loka blogginu í þessa tvo daga.. Allar færslurnar mínar fóru í rugl og það tók svolitla vinnu að koma þeim í fyrra horf á nýGlottandi

 Annars er ég búin að hafa það gott heima síðastliðna viku en verslunarmannahelgin mín fór fram á tveimur stöðum..

Innipúkanum í Reykjavík á föstudagskvöldið og ég get ekki annað en viðurkennt að ég er opinberlega orðin ...

Jeff Who FAN!!

Mikið ofsalega voru þeir þéttir á þessum, því miður stuttu tónleikum á Nasa.

 

Seint á laugardagskvöldinu tóku örlögin svo völdin þegar mér áskotnaðist flugfar til Eyjunnar góðu sem ég hafði ekki ætlað mér að heimsækja í ár.  Fékk korter til að henda einhverju í bakpoka en það er nú það góða við þema þjóðhátíðar að þú þarft ekki neitt neitt. Hlý föt og stað til að sofa á. Annað kemur með kalda vatninuGlottandi

Þjóðhátíð stóð fyrir sínu eins og ávallt..

Dálítinn tíma tók að sofa úr sér þreytuna sem safnaðist upp þessa helgi en ég er strax komin hálfa leið úr landi aftur og í þetta skiptið er ferðinni er heitið NY í nokkurskonar vinnuferð með Mams. Nokkrir fundir verða setnir á komandi dögum en til tilbreytingar ætla ég að reyna að versla mér eins og eina flík og er búin að fá góð ráð frá NY drottningum sem þekkja borgina eins og lófann á sérGlottandi

Get ekki sagt annað en að ég sé farin að hlakka til þó að það að fljúga til USA sé ekki barnaleikur eftir hryðjuverka uppákomur síðustu daga. Enginn handfarangur leyfður sem þýðir engin fartölva, Ipod eða nokkuð til að stytta sér stundir á leiðinni..

-Yfir og út-

UBBrosandi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband