..Borgin sem aldrei sefur..

Já New York stóð alveg fyrir sínu.. Fyrsta skipti sem ég kem þangað og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum..!Brosandi

Vorum sótt á flugvöllinn með stæl, en eftir okkur beið glæsivagn sem er víst ódýrara að leigja heldur en að taka tvo leigubíla. Hótelið var á besta stað, höfðum útsýni niðrá Times Square  og vorum fimm mínútum frá Central Park.

 Times Square

Sýnist einhverjir gamlir löggutaktar hafa komið upp í mér, hvíli höndina á "beltinu" hehe..  ;)

 

Dagarnir voru svo  teknir snemma, kannski ekki alveg af fúsum og frjálsum vilja en tímamismunurinn spilaði þar stóra rulluGlottandi Þegar við höfðum tíma á milli erinda tókum við frasanum "shop till you drop"  frekar bókstaflega þar sem við þræddum göturnar þangað til við virkilega gátum ekki meira og næstum öll kvöldin komnar í rúmið kl. 10.

Aðalmarkmiðið með þessu búðarrápi var þó að finna kjól fyrir lokakvöldið í Póllandi, til að klæðast þegar ég krýni næstu stúlku sem hlýtur titilinn Miss World. Því markmiði var náð og ég í skýjunum með kjólinn. Mun meira að segja líklega getað notað hann aftur í framtíðinni við eins og eitt mjög sérstakt tilefniGlottandi

Í ferðinni heimsótti ég m.a Empire State bygginguna, borðaði morgunmat við Rockfeller Center og kíkti niðrá Ground Zero. En planið er að fara fljótlega aftur og gera þá þessa helstu túristahluti en þrír dagar eru alltof stuttur tími til að meðtaka þessa borg!

Annars er gott að vera komin heim. Sé fram á ágætis frí frá ferðalögum þangað til ég flýg næst til Póllands í lok mánaðarins. Styttist í að skólinn byrji en á mánudagsmorguninn verður maður mættur með tölvuna sína niðrí HR og byrjaður að stúdera lögfræðina á ný.

Þrátt fyrir flugþreytu í gær skellti ég mér í Rockstar hitting með stelpunum.. Verð nú að segja fyrir mitt leyti að mér finnst þessi þáttaröð ansi langdregin og á Magni alla mína samúð að þurfa að hanga þarna fjarri lífi sínu hér heima.

Hversu fyndið væri samt ef hann slægi þessu bara upp í kæruleysi og tæki eins og eitt "Á móti sól" lag til að hrista aðeins upp í þessu liði.. Mundi allavega fá slatta af rokkprikum í rassvasann..!Glottandi

-UB

*Nýjar myndir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband