..Síðustu vikur..

Nú er skólinn byrjaður og kominn á skrið og tilfinningin bara góð að vera sest aftur á skólabekk. Þessi önn verður reyndar tiltölulega óhefðbundin hjá mér þar sem ég fer út í næstu viku og kem ekki aftur heim fyrr en 1 okt..! Verð því að taka allar þungu lögfræðibækurnar mínar með mér og vera dugleg að læra á meðan ég túra um Pólland með 110 fegurðardrollum..Glottandi

Síðustu þrjár vikur hafa heldur betur verið afdrifaríkar. Til að byrja með fórum við Straumfjörð í sitthvora áttina en það var bara eitthvað sem gekk ekki upp og þannig er það víst stundum. Einnig hefur gífurlega mikið verið spáð og spegúlerað enda styttist í það að ég klári Miss World árið mitt og sé laus undan þeim samning. Margt skemmtilegt í bígerð sem ég hlakka til að hella mér útí, en það bíða eftir mér nokkur góð tilboð í formi auglýsingasamninga. Get lítið sagt eins og er, en eitt er víst að ekkert lát verður á ferðalögum hjá mér næstu mánuðina eða árið, en leiðin mun liggja mikið vestur um haf til Bandaríkjanna sem og Evrópu og Indlands sem er einmitt land sem mig hefur lengi langað til að heimsækjaBrosandi

Þessa vikuna hef ég svo heldur betur tekið til hendinni. Ásamt því að hafa byrjað í skólanum þá er ég búin að vera í málningargallanum hér heima, en þar sem Steinar bróðir tók upp á því að yfirgefa okkur hérna í Árbænum þá hef ég ákveðið að flytja allt mitt hafurtask úr bílskúrnum inn í hús, í mjög kósý herbergi upp á lofti. (Eða það er allvega að verða mjög kósý eftir smá "makeover"..Glottandi)

En lögfræðibækurnar bíða víst ekki endlaust eftir mér, best að fara að sinna þeim greyjunum..

Þangað til næst..

-Uns

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband