23.11.2005 | 06:56
..Daglegt líf á Sheraton Hótelinu..
Jei..! :) Einhver sniðugur kínverji kom og lagaði tölvuna mína þannig að nú get ég skrifað aftur að vild!
Setti af því tilefni inn myndir í síðustu tvær færslur.. ;)
Nú erum við búnar að koma okkur aftur fyrir hérna í Sanya. Fórum samt varlega í það að taka allt upp úr töskunum aftur því maður veit aldrei hvað kemur upp næst og við gætum þess vegna þurft að pakka i snarhasti og fljúga til Shanghai eða Peking..
Í gærdag fengum við í N-Evrópu hópnum að sofa út.. Langþráður svefn og nauðsynlegur til að vinna upp þreytu síðustu daga.
Það var búið að segja að við værum með frí næstu tvo daga og við því farnar að gera okkur vonir um að komast í ræktina eða sundlaugina en það voru hrienir draumórar.. Æfing með danshöfundum fyrir lokakvöldið allan daginn!
Mér fannst það reyndar bara gaman enda danskennari sjálf og vön að dansa og æfa svona. Við æfðum síðkjólaatriðið sem er loka atriði kvöldsins. Frekar auðvelt, bara ganga um og myndar munstur á sviðinu og svo framvegis. Og svo byrjuðum við aðeins að æfa bikíní atriðið.. OG JÁ! Það er bikíníatriði!! Við höfðum ekki hugmynd um það, enda hafði okkur verið sagt áður en við komum hingað að það yrðu bara innkomur í síðkjólum og þjóðbúningum. EN nei, þá er búið að breyta því og það verða engir þjóðbúningar.. Bara bikíni og síðkjóll..
Var frekar heppin með staðsetningu á sviðinu. Geng fram í miðjunni í mínum hóp og svo var ég sett fremst í dansinum, sem er líklega bara af því að ég var fljót að ná því sem hún var að kenna.. :)
Mörgum af stelpunum fannst sporin rosa erfið og eru búnar að biðja mig um hjálp við að ná þeim. Þannig að það lítur út fyrir það að ég verði með danstíma hérna á göngunum næstu 3 vikurnar ;)
Annars finnur maður að andrúmsloftið hjá stelpunum öllum hefur aðeins breyst eftir að við komum aftur enda styttist í stóra kvöldið. Tvær og hálf vika..
Og JÁ "the bitching has started". Sem allir voru ábyggilega að bíða eftir að heyra um. Það hafa orðið nokkrir árekstar og sumar af stelpunum sem eru herbergisfélagar kemur bara alls ekki saman. Ég var rosalega heppin með herbergisfélaga og við Trine erum mjög samheldnar og pössum upp á hvor aðra. Erum búnar að ákveða að reyna að standa fyrir utan öll rifrildi og skipta okkur ekki af. Við höfum okkar skoðanir á stelpunum en höldum þeim útaf fyrir okkur og ræðum þær í mesta lagi okkar á milli. Hef enga nennu í að eyða tíma mínum og orku hér í einhver leiðindi.
Það er líka mikið byrjað að ræða úrslitin og Miss Philippines er algjörlega að fara að taka þessa keppni að flestra mati. Hún á það líka alveg skilið. OFSALEGA falleg, og næs við held ég alla. Hún veit nú samt alveg af sér en það er líka bara allt í lagi.. :)
Ég persónulega vona allavega að hún eða Miss Costa Rica vinni. Fleiri sem eiga séns í kórónuna eru Miss Italy, Miss Namibia og Miss Puerto Rico og verð ég að segja í hreinskilni að mér finnst þær ekki eiga það skilið. Alltof mikið "show-off" í gangi hjá þeim.
Annars er aðal internetsíðan í þessum fegurðarsamkeppnaheimi www.globalbeauties.com og þar er fylgst rosa náið með öllu sem við gerum og slúðrað og pælt í úrslitunum.
Eins og er sit ég út á svölum á herberginu mínu. Var að koma úr sjónvarpsviðatli við kínverska sjónvarpsstöð sem var SPES því þulurinn talaði varla ensku, hehe.. En framundan í dag er önnur æfing fyrir lokakvöldið.
Vona svo innilega að við fáum frí í kvöld því ég þarf að fara að spasla aðeins upp á útlitið. Húðin mín farin að mótmæla öllum þessum farða þannig að ég helda að maski sem málið og svo eru neglurnar farnar að vera sjúskaðar og augabrúnirnar upplitaðar. Tala nú ekki um hvad húðin á mér er orðin ljós!! Held ég hafi aldrei verið svona hvít enda fáum við sama og ekkert að fara út og sólinn aðeins á svölunum okkur bara snemma á morgnanna þegar við erum í fasta svefni. Þarf að kíkja aðeins á hvernig brúnkukremin sem ég er með virka sem verður athyglisvert þar sem ég held að ég hafi sirka einu sinni á ævinni prófað svoleiðis..! Þannig að eins og þið heyrið stefnir allt í allsherjar lagfæringu í kvöld! ;)
Þanngað til næst.. Hafið það sem best og allir sem eru að lesa undir próf.. GANGI YKKUR VEL! :)
Lag dagsins: Cannonball (Damien Rice)
-UB
Setti af því tilefni inn myndir í síðustu tvær færslur.. ;)
Nú erum við búnar að koma okkur aftur fyrir hérna í Sanya. Fórum samt varlega í það að taka allt upp úr töskunum aftur því maður veit aldrei hvað kemur upp næst og við gætum þess vegna þurft að pakka i snarhasti og fljúga til Shanghai eða Peking..
Í gærdag fengum við í N-Evrópu hópnum að sofa út.. Langþráður svefn og nauðsynlegur til að vinna upp þreytu síðustu daga.
Það var búið að segja að við værum með frí næstu tvo daga og við því farnar að gera okkur vonir um að komast í ræktina eða sundlaugina en það voru hrienir draumórar.. Æfing með danshöfundum fyrir lokakvöldið allan daginn!
Mér fannst það reyndar bara gaman enda danskennari sjálf og vön að dansa og æfa svona. Við æfðum síðkjólaatriðið sem er loka atriði kvöldsins. Frekar auðvelt, bara ganga um og myndar munstur á sviðinu og svo framvegis. Og svo byrjuðum við aðeins að æfa bikíní atriðið.. OG JÁ! Það er bikíníatriði!! Við höfðum ekki hugmynd um það, enda hafði okkur verið sagt áður en við komum hingað að það yrðu bara innkomur í síðkjólum og þjóðbúningum. EN nei, þá er búið að breyta því og það verða engir þjóðbúningar.. Bara bikíni og síðkjóll..
Var frekar heppin með staðsetningu á sviðinu. Geng fram í miðjunni í mínum hóp og svo var ég sett fremst í dansinum, sem er líklega bara af því að ég var fljót að ná því sem hún var að kenna.. :)
Mörgum af stelpunum fannst sporin rosa erfið og eru búnar að biðja mig um hjálp við að ná þeim. Þannig að það lítur út fyrir það að ég verði með danstíma hérna á göngunum næstu 3 vikurnar ;)
Annars finnur maður að andrúmsloftið hjá stelpunum öllum hefur aðeins breyst eftir að við komum aftur enda styttist í stóra kvöldið. Tvær og hálf vika..
Og JÁ "the bitching has started". Sem allir voru ábyggilega að bíða eftir að heyra um. Það hafa orðið nokkrir árekstar og sumar af stelpunum sem eru herbergisfélagar kemur bara alls ekki saman. Ég var rosalega heppin með herbergisfélaga og við Trine erum mjög samheldnar og pössum upp á hvor aðra. Erum búnar að ákveða að reyna að standa fyrir utan öll rifrildi og skipta okkur ekki af. Við höfum okkar skoðanir á stelpunum en höldum þeim útaf fyrir okkur og ræðum þær í mesta lagi okkar á milli. Hef enga nennu í að eyða tíma mínum og orku hér í einhver leiðindi.
Það er líka mikið byrjað að ræða úrslitin og Miss Philippines er algjörlega að fara að taka þessa keppni að flestra mati. Hún á það líka alveg skilið. OFSALEGA falleg, og næs við held ég alla. Hún veit nú samt alveg af sér en það er líka bara allt í lagi.. :)
Ég persónulega vona allavega að hún eða Miss Costa Rica vinni. Fleiri sem eiga séns í kórónuna eru Miss Italy, Miss Namibia og Miss Puerto Rico og verð ég að segja í hreinskilni að mér finnst þær ekki eiga það skilið. Alltof mikið "show-off" í gangi hjá þeim.
Annars er aðal internetsíðan í þessum fegurðarsamkeppnaheimi www.globalbeauties.com og þar er fylgst rosa náið með öllu sem við gerum og slúðrað og pælt í úrslitunum.
Eins og er sit ég út á svölum á herberginu mínu. Var að koma úr sjónvarpsviðatli við kínverska sjónvarpsstöð sem var SPES því þulurinn talaði varla ensku, hehe.. En framundan í dag er önnur æfing fyrir lokakvöldið.
Vona svo innilega að við fáum frí í kvöld því ég þarf að fara að spasla aðeins upp á útlitið. Húðin mín farin að mótmæla öllum þessum farða þannig að ég helda að maski sem málið og svo eru neglurnar farnar að vera sjúskaðar og augabrúnirnar upplitaðar. Tala nú ekki um hvad húðin á mér er orðin ljós!! Held ég hafi aldrei verið svona hvít enda fáum við sama og ekkert að fara út og sólinn aðeins á svölunum okkur bara snemma á morgnanna þegar við erum í fasta svefni. Þarf að kíkja aðeins á hvernig brúnkukremin sem ég er með virka sem verður athyglisvert þar sem ég held að ég hafi sirka einu sinni á ævinni prófað svoleiðis..! Þannig að eins og þið heyrið stefnir allt í allsherjar lagfæringu í kvöld! ;)
Þanngað til næst.. Hafið það sem best og allir sem eru að lesa undir próf.. GANGI YKKUR VEL! :)
Lag dagsins: Cannonball (Damien Rice)
-UB