..Smá break down..

Ahh.. Hlaut að koma að því. Er búin að vera í huggunarstarfinu síðan ég kom hingað, langflestar stelpurnar búnar að þjást af heimþrá og vera veikar. Ungfrú Holland lenti meira að segja inn á spítala. En nú var röðin komin að mér..
Fengum að fara í ræktina seinnipartinn í gær. Allt gott og blessað með það en þegar ég kom upp á herbergi aftur gat ég ekki hætt að titra og skalf öll hristist með þvílíkan hjartslátt og svima. Þetta varð til þess að ég brotnaði niður og gat ekki hætt að gráta fyrr en ég hringdi í mams..
Það er búið að taka mikið á að vera hérna og ég hef greinilega byrgt það allt inni.. En það er gott að gráta smá líka, eiginlega bara nauðsynlegt.
Reyndi að fara í kvöldmat, en stelpurnar sáu hvað mér leið illa og fóru með mig aftur inn á herbergi þar sem ég lagðist bara niður og reyndi að koma reglu á andardráttinn. Þær komu svo með mat upp til mín og voru yndislegar eins og venjulega :)

Í gær fórum við líka í smá túristaleik. Fórum að skoða skeljasafn sem er hérna á eyjunni og í "the Butterfly valley" sem er svæði girt með neti á alla kanta og þúsundir fiðrilda fyrir innan. Þetta voru báðir athuglisverðir staðir og fiðrildin mjög flott. En þetta skeljasafn hefði alveg mátt liggja á milli hluta ;)

Í gærkvöldi hópaðist svo allur vinkonu hópurinn sem er ansi stór, eiginlega of stór, 13 stelpur, inn í herbergið mitt þar sem það átti að sýna þáttinn "okkar" sem heitir Vote for me, Northern Europe. Það voru teknir upp svona þættir með öllum 6 heimsálfunum sem verða sýndir um heim allan og eiga að hjálpa fólki að velja sér Miss World.
Veit ekki hvort skjár einn ætlar að sýna þá líka en þið eruð ekkert að missa af einhverju svakalegu ef ekki..

Við vorum skiljanlega að drepast úr stressi yfir þessari frumsýninhgu en vorum allar nokkuð sáttar með útkomuna á endanum. Held að maður geti nú samt aldrei orðið 100% sáttur með sjálfan sig í svona og fannst mér til dæmis fullt að því sem ég var að gera þarna. EN það þýðir ekki að svekkja sig á því, búið að taka þetta upp og byrjað að sýna þetta og ekkert sem við getum gert í því.

Sólin er byrjuð að skína aftur eftir nokkra skýjaða daga. Efast ekki um að mamma verður sátt að heyra það þar sem styttist í komu hennar og Ásgeirs.. :)

En í dag er ekki mikið sem við þurfum að bardúsa. Fáum mjög líklega að fara í sundlaugina og kannnski í ræktina, en ég ætla nú að fara varlega í það þar sem ég æfði ábyggilega aðeins of harkalega í gær, plús það að ég hef ekki verið að borða neitt sérstaklega orkumikla fæðu hérna úti.. :/

Í kvöld er það svo svaka fínn dinner hérna á hótelinu með eiganda hótelsins og Juliu Morley og fleiri merkismönnum þannig að það er eins gott að vera í sínu fínasta pússi :)

Lag dagsins: Songbird (Oasis)

Bestu kveðjur,
Unnur Birna.

Bloggmynd

Bloggmynd

Bloggmynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband