..Væmniskast..

Ég er svoo heppin..
Á yndislegustu fjölskyldu, vini og vinkonur sem hægt er að hugsa sér.. Það er sko langt frá því að vera sjálfsagt og ég er ólýsanlega þakklát fyrir það.
Það er stundum eins og maður geri sér ekki grein fyrir því hvað maður á..
Málshátturinn
" veist ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur"
er svo sannarlega sönn lífspeki því að þó að ég hafi alltaf vitað að ég ætti svona yndislegt fólk í lífi mínu þá sé ég það enn betur eftir að hafa verið "ein" hérna hinum megin á hnettinum í nokkurn tíma.. :)

Héðan er annars allt það besta að frétta.. Aðeins farið að róast hjá okkur dagskráin en það er bara tímabundið því okkur var sagt að nota aukatímann sem við fáum vel til að hvílast því á mánudaginn byrjar brjálæðið aftur.

Í gær fórum við aðeins í ræktina og sundlaugina og svo um kvölið var þessi svaka fíni kvöldverður hérna á hótelinu. Okkur hlakkaði nú ekkert sérstaklega til að þurfa að sitja í 4 tíma uppstrílaðar, þrjár á hverju borði, innan um æsta kínverjana. En þetta var bara hinn glæsilegasti kvölverður og við Trine vorum einstaklega heppnar með borðsgesti ásamt því að maturinn bragðaðist ágætlega :)

Dagurinn í dag var svipaður. Ræktin í klukkutíma, aðeins í laugina, æfingar og svo bara venjulegur kvöldverður á hótelinu.. Frekar ljúft líf og ef þetta væri alltaf svona þá væri þetta allt annað og ég gæti kannski rifjað upp HVAÐ lögfræði er eiginlega.!?! ;)

Held líka að það ríki einhver smá misskilningur um þessa för mína hingað. Hef heyrt það nokkrum sinnum að ég sé að fá ókeypis heimsreisu upp í hendurnar en það er nú aldeilis ekki alveg málið þó að þetta sé svo sannarlega framandi og virkilega skemmtilegt en bara á allt annan hátt eins og þið hafið lesið í pistlunum mínum hér. Þetta er bara vinna og ég þarf og ætla 100% að koma hingað einhvertíman aftur og njóta þessarar paradísar til hins ýtrasta. Draumurinn er að sjálfsögðu að koma hingað í brúðkauðsferð en til þess þarf ég nú að finna mér brúðguma fyrst, ekki satt! ;)

En jæja ætla að hætta þessu rugli.. Þarf að fara á fund með "shapperonunum" mínum.

Knús til allra heima :)

-Uns

Fékk símtal frá mömmu þar sem hún sat í útvarpsviðtali ásamt Heiðari snyrti sem er alltaf jafn æðislegur. Þau voru að ræða við mig um daginn og veginn og hvernig allt saman gengi hérna úti.. Skildist að það væru einhverjar væntingar heima á fróni um sæti í úrslitum þetta árið. En ég verð að segja

.."lofa engu"..
Samkeppnin ER rosaleg!!

En geri að sjálfsögðu mitt besta og held áfram að bera höfuðið hátt þó svo að stundum langi mig bara að loka mig inn í skáp og aldrei pæla í fötum, hári og förðun aftur..! ;)
Það sem hvetur mig áfram er allur stuðningurinn sem ég hef heima og að vita það þið getið fylgst með mér á lokakvöldinu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband