..Staður og stund..

Ahh.. Uppáhaldsstaður og stund dagsins.. :)
Sit hérna úti á svölum í hvíta hótelsloppnum og inniskónum, með tölvuna í kjöltunni, tónlist í eyrunum og horfi á stjörnubjartan himininn og tunglið í fullum skrúða. Himininn og allt sem hann hefur að geyma hefur alltaf vakið sérstakar tilfinningar hjá mér.. Get ekki útskýrt það nánar en segi fyrir víst að norðurljósin eru eitt af því sem ég sakna mest þessa stundina..

Var að tala heim til Íslands í "Vesturfoldina" áðan.. Heyrði í ömmu og afa, pabba og Steinari bróður. Æðislega gaman að heyra í þeim hljóðið og get ekki annað sagt en að ég sé farin að sakna þeirra ansi mikið.. Var einmitt að plata pabba "gamla" til koma og sækja mig á flugvöllinn þann 11.des :) Ekkert betra en að fá þéttingsfast knús frá pabba um leið og maður sleppur í gegnum tollinn ;) Og bræður mínir eru vinsamlegast beðnir um að mæta á staðinn líka, tek ekkert annað í mál! ;)

Enn ætla að hætta að tala um heimförina, er komin hálfa leið heim í huganum og enn tvær vikur eftir.. humm.. ekki alveg málið.. :)
Þetta á samt ábyggilega eftir að vera skotfljótt að líða. Dagskráin þétt og svo koma mamma og Ásgeir á mánudag eftir viku og Margrét "make up artist" á þriðjudag. En hún ætlar að vera svo yndisleg að mála mig fyrir lokakvöldið :)

Dagurinn í dag var annars bara ansi þægilegur. Fórum nokkrar saman í ræktina snemma í morgun og svo voru bara æfingar alveg til 4. Finnst alltaf jafn gaman þegar við erum að æfa og reyni að gefa allt í botn í hvert einasta skipti. Stelpurnar eru einmitt búnar að vera að hlæja að því hvað ég er með rosalegt sviðs "attitude". Verð víst bara önnur manneskja þegar ég er á sviði og er sýna, hvort sem það er svona "kjöt" sýning eða danssýning :) Þetta er reyndar held ég alveg rétt hjá þeim því að ég lít bara á þetta sem visst hlutverk sem ég þarf að leika og set því upp einskonar leikrit! ;)
Efast reyndar ekki um að margar af hinum stelpunum sem þekkja mig ekki haldi að ég sé algjör .... eftir að hafa verið með mér á æfingum.. hehe.. Enn þetta hefur virkað hingað til þannig ég held bara áfram á þessari braut ;)

Eftir æfingarnar fengum við svo að slappa aðeins af upp á herbergi og svo fórum við í verslunarferð!! :) Þau létu loka einni verslunarmiðstöðinni hérna í bænum og slepptu okkur lausum þar í tvo tíma. Mjög gaman og skemmtileg tilbreyting þó svo að ég hafi nú ekki verslað mikið. Fór í súpermarkað sem var þarna á neðstu hæðinni og keypti mér það sem mig var farið að vanta. Og svo keypti ég bara minjagripi og fleira í þeim dúr. Geggjaðan blævæng, frekar stóran til að hengja upp á vegg heima í herbergi. Búið að langa í svona endalaust lengi og svo keypti ég líka annað kínverskt veggskraut gert úr tréplötum. Þannig að bílskúrinn fær smá kínverskt yfirbragð þegar ég kem til baka ;)

Svo var það bara dinner hérna á hótelinu þar sem við fengum að vita að morgundagurinn verður svipaður og í dag. Bara æfingar og aftur æfingar og ef tími gefst fáum við að kíkja út í garð, jibbí!! ;)

Finnum reyndar á öllu starfsfólkinu að eitthvað stórt liggur í loftinu.. Erum líklega að fara að ferðast eitthvað í vikunni, annaðhvort til Peking eða Shanghai, en vitum ekkert hvenær eða hversu lengi.
Get ekki sagt að við séum neitt sérstaklega spenntar fyrir öðru ferðalagi þar sem Wenzhou var eins og það var.. En okkur finnst verst af öllu að þurfa að pakka öllu heila klabbinu niður og setja í geymslu á meðan við förum. Það er stærsta vandamálið sérstaklega þar sem það fer svo illa með kjólana okkar.. :/

En sjáum til, hlýtur að skýrast á næstu tvem dögum.. Og ef við förum þá verður það gaman um leið og við erum komnar af stað. Vona þá allavega að við förum til Peking og fáum að ganga á Kínamúrnum, það væri æði! :)

Enn.. Ætla að fara að henda mér í háttinn.. Trine farin að sofa og búin að slökkva allt inni ;)

Farið vel með ykkur þarna heima og ég sendi sérstakar kveðjur til allra skvísanna í Tékk Kristal í Kringlunni en nú fara líklega að æsast leikar hjá þeim í jólaösinni :)

Lag dagsins:
Orange sky (OC mix)

Ykkar,
Uns.

Ps. Setti inn myndir frá gala kvöldverðinum sem var hérna á hótelinu í fyrrakvöld og eina góða úr verslunarferðinni ;)



Bloggmynd

Bloggmynd

Bloggmynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband