.. Íþróttakeppni, Shanghai, McDonalds..

jah.. nú skulda ég ykkur nú aldeilis færslu.. ;)

Komin "heim" frá Shanghai en við vorum þar örlítið lengur en ætlað var vegna 8 tima seinkunar á fluginu okkar til baka :/ "dásamlegt" alveg hreint!

En ég ætla að byrja á því að segja ykkur frá fimmtudeginum 1. des, deginum áður en við fórum til Shanghai.

Þá var haldin íþróttakeppni milli heimsálfa hérna í hótelgarðinum og var mín að sjálfsögðu í liði Norður-Evrópu ;)
Héldum úrtöku um hvaða fjórar ættu að vera í liðinu kvöldið áður og ég náði barasta besta tímanum í bæði spretthlaupinu og sundinu og var þar af leiðandi fyrst inn í mitt lið! MJÖG sátt með minn snúð! ;)

Okkur gekk svo bara ágætlega í keppninni sjálfri. Komumst reyndar ekki á verðlaunapall enda var þetta liðakeppni og við með einn ansi veikan hlekk í okkar liði.. Segi ekki meir! ;)
Þetta var hins vegar einn lengsti og erfiðasti dagurinn sem við höfum átt hérna úti. Mótið byrjaði 7 um morguninn þannig að það var bara "rise and shine" kl. 6. Byrjuðum á að keppa í allskonar þrekæfingum sem gerðu eiginlega alveg útaf við okkur og svo kepptum við í langstökki, spretthlaupi og sundi. Hafði areyndar ldrei á ævinni tekið svona langstökk áður svo ég skellti mér bara í eitt stykki splittstökk og náði næstlengsta stökkinu, nokkuð gott! ;)

Ég notaði svo gamalt og gott trix í spretthlaupinu og sundinu en það var að ímynda mér að draumaprinsinn biði í mín á hinum endanum og það var nóg til þess að ég náði geysi góðum tímum ;)

Eftir íþróttakeppnina voru svo æfingar það sem eftir var dags og svo þurfti að pakka og gera allt tilbúið fyrir ferðalagið sem hófst morguninn eftir.. Reyndar fullsnemma fyrir minn smekk en við þurftum að vakna 4.30 um nóttina til þess að fara í morgunmat!

Flugið tók svo um 4-5 tima og þegar við komum til Shanghai fórum við beint upp á hótel að slipta um föt og svo í þennan dinner sem ferðin snérist um..
Þar fór fram uppboð á gjöfum sem við komum með að heiman og við söfnuðum alveg helling af peningum sem renna allir til góðgerðamála. Þegar við komum aftur heim á hótel voru við skiljanlega örmagna af þreytu enda búnar að vera vakandi í yfir 20 tima..

Á laugardeginum var það svo bátsigling og smá skoðunarferð um Shanghai og svo beint upp á flugvöll þar sem við komumst að því að fluginu hafði seinkað um 8 tima!
Í sárabætur fyrir þessa leiðindabið sem við þurftum að ganga í gegnum fengum við að fara á McDonalds og kíkja í búðir á flugvellinum. Það stytti okkur stundir í svona tvo tima en svo var biðin ansi löng og strembin. Þegar við loksins komumst svo út í vél hallaði ég mér upp að glugganum og steinsvaf alveg þar til við lentum í Sanya.
Ennþá hálfsofandi og myglaðar drösluðum við okkur út úr vélinni og upp í rútur og viti menn, fullt af kínverjum mættir til að taka á móti okkur með myndavélar og allan pakkan. Klukkan 4 um nótt!! Hversu mikil geðveiki er þetta, ég bara spyr..??

Í morgun fengum við svo sem betur fer að sofa þar til við fórum í hádegismat en svo beint á æfingu sem stóð í allan dag..

Maður finnur að það er komið smá stress í mannskapinn og viðmót stelpnanna aðeins farið að breytast enda bara 6 dagar til stefnu. Verður skondið að fylgjast með hvernig þetta þróast þegar líða tekur á vikuna! ;)

En að öðrum og skemmtilegri málum..

Frétti að skár einn ætlaði að sýna "Vote for me, Northern Europe" í kvöld.. Ekkert nema jákvætt við það því þá getur fólk kosið litla Ísland því það er kosningin það sem skiptir ÖLLU máli eins og ég hef sagt ykkur mulljón sinnum áður! ;) En kosningin gildir ekki bara 30% eða 50 % eins og margir halda, heldur 100% til þess að eiga möguleika á að komast í topp 15. Eftir það tekur dómnefnin við..

Neita því samt ekki að mér finnst oggulítið óþægilegt að vita af ykkur öllum á Íslandi að horfa á þennan þátt í kvöld. Hélt að þetta mundi aldrei verða sýnt heima. Ég eitthvað bablandi á ensku og að reyna að vera sæt.. Veit ekki alveg með það..!
Hef reyndar bara séð þetta einu sinni sjálf og fannst þetta bara svona lala.. Man að ég var ekki ánægð með hvernig þetta var tekið og svo að sjálfsögðu ekki sátt með hvernig ég kom út en það er önnur saga..!Það óþægilegasta við þetta var að við fengum bara eitt tækifæri til að fara með textann okkar og þá var það komið..

En nú fáið þið hinsvegar loksins að sjá hvað samkeppnin er virkilega sterk hérna og hættið kannski að gera ykkur grillur um að kórónan komi heim til Íslands því ég get lofað ykkur, að það er ekki að fara að gerast..
Ekki í þetta skiptið allavega..

Skoðið vel í þættinum í kvöld.. England, Noreg og Sviss. Þær eru mínir helstu samkeppnis aðilar og ef ég væri að dæma þessa keppni þá færu Noregur og Sviss áfram í topp 15 fyrir hönd N-Evrópu enda báðar gull, GULL fallegar.

Að lokum langar mig svo til að senda Heiðu frænku og Magga hamingjuóskir með hana Jórunni Ósk sem kom í heiminn á dögunum :)
Samgleðst ykkur innilega og veit að amma Gull gæti ekki verið stoltari af því að vera komin með aðra nöfnu í fjölskylduna ;)

Farin í rúmmið..

Ykkar,

Unnur Birna.


Bloggmynd

Bloggmynd

Bloggmynd

Bloggmynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband