..litli aulinn ég..

Ahh.. Þetta var nú GÓÐUR dagur :) Mamma og Ásgeir komin og ég búin að fá eitt stykki langt knús frá mams ( gat ekki sleppt henni ;)
Var nú reyndar algjör auli þegar ég hitti þau, fór strax að tárast og var með kökk í hálsinum fyrstu 5 mínúturnar af geðshræringu. Var búin að bíða allan daginn eftir þeim og síðasta klukkutíman áður en ég fékk að hitta þau gekk ég um gólf í herberginu mínu þar sem ég beið vægast sagt óþreyjufull eftir því að shapperoninn minn færi með mig niður í lobby þar sem þau biðu eftir mér. Var eins og lítill krakki á jólunum sem bíður eftir því að fá að opna alla pakkana! Og ég held að ég og Steinar bróðir höfum slegið öll met í svoleiðis málum þegar við vorum yngri og vöskuðum upp eins og við ættum lífið að leysa til að flýta fyrir jólamatnum svo við kæmumst í pakkaflóðið ;)

Annars gerðum við nú ekki mikið í dag miðað við undanfarna daga. Vöknuðum snemma og fórum á langa æfingu fyrir hádegi en eftir hádegi vorum við bara inn á herbergjunum. Flestar sofandi en sumar stelpurnar þurftu að fara í viðtöl og myndatökur fyrir blaðamenn frá þeirra heimalöndunum en nú er allt að fyllast af erlendum blaðamönnum og ljósmyndurum sem verða hér síðustu vikuna.

Fórum á fund áðan í sambandi við næstu daga og það er ekkert smáræði sem dagskráin er þétt. Eins gott að sofa vel á nóttunni til að vera vel upplagðar í verkefni dagsins..

Í fyrramálið förum við í fyrsta skipti á æfingu á stóra sviðinu þar sem keppnin verður haldin á laugardag. Við verðum þar til 3 en þá komum við aftur á hótelið og tökum generalprufu fyrir beach beauty keppnina sem er annað kvöld. Þar komum við fram fyrir dómara á bikíníum og fyrst eru valdar 15 í úrslit og svo fer það niðrí 3 stelpur, en sigurvegarinn verður ekki tilkynntur fyrr en á laugardaginn, en sú sem vinnur kemst sjálfkrafa í úrslit eins og með hæfileikakeppnina..
Ég giska á að einhverjar af þessum barbie dúkkum sem eru hérna hirði þessi 3 sæti á morgun. Costa Rica og Puerto Rico eru þær sem ég spái pottþétt í topp 3!
Veit ekki alveg með minn séns í þessu.. Ekki beint með kroppinn í bikínímódel en við sjáum til hvort að silkon verður málið eður ei! ;)

Beach beautykeppnin verður haldin inni á hótelinu á sviði sem er verið að byggja " as we speak" eins mikil þversögn og það er. Venjan er að hafa þessa keppni á ströndinni í eðlilegu umhverfi en þetta árið verða seldir miðar á uppákomuna og dinner í boði fyrir gestina. Þetta verður heljarinnar sýning því að topp 10 í hæfileikakeppninni voru beðnar um að sýna atriðin sín aftur og verð ég því að draga fram dansbúninginn og dansskónna sem ég var búin að pakka lengst ofan í tösku :) Það verður reyndar bara gaman að dansa í þetta skiptið, enda sýning en ekki keppni þannig að ekkert stress..
Mamma og Ásgeir ætla líka að koma og horfa á þetta allt saman þannig að það verður æðislegt að vita af einhverjum í salnum sem er að styðja mann og svo fæ ég nú vonandi að sitja með þeim á borði eftir að öll atriðin eru búin.

Erum ekki ennþá búnar að fá að vita dresscode-ið fyrir annað kvöld.. En ef það verður "evening gown" þá er ég ekki í góðum málum enda löngu orðin uppiskroppa með síðkjóla og búin að nota þá flesta tvisvar :/ En svindla ábyggilega bara og fer í Karen Millen kokteil kjólinn hennar Signýjar minnar sem ég er búin að vera að spara alla ferðina og get ekki beðið eftir að nota! ;)

En ég verð eiginlega að drífa mig í háttinn.. :/ Gæti haft þennan pistil mun lengri en bullið í mér verdur bara að bíða betri tíma :)

Knús og kossar!

Ykkar
Uns.



Bloggmynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband