9.12.2005 | 18:40
..ég á mér draum..
jæja gott fólk.. Nú skulda ég ykkur nú aldeilis færslu..! ;)
Generalprufan var í kvöld og gekk bara vel.. Einstaka mistök og óhöpp en þannig á það líka bara að vera á general, það er góðs viti ;)
Þessi æfing átti reyndar upphaflega að vera í gærkvöldi en því var að sjálfsögðu breytt með engfum fyrirvari af því að við þurftum að fara að planta einhverjum trjám.. Ótrúlegt hvað þau finna upp á að láta okkur gera og í þetta skiptið vorum við að gróðursetja tré sem höfðu verið rifin upp með rótum bara svo við gætum gróðursett þau aftur.. "MERKILEGT" alveg hreint..
Síðustu daga erum við annars bara búnar að vera á rosalegum æfingum og ég held að sú lengsta hafi verið hátt í 18 tíma!
Þess á milli hef ég örlítið fengið að hitta mömmu og Ásgeir og svo er Margrét "make up artist" líka mætt svæðið en hún málaði mig fyrir generalprufuna í kvöld og ætlar að mála mig og farða fyrir annað kvöld líka. Enginn smá munur að fá svona alvöru sérfræðing í svona málum þó að ég sé nú orðin ansi góð í þessu eftir 5 vikna törn þar sem hár og make up hefur þurft að vera tipp topp dag eftir dag :)
En núna er loksins komið að þessu og skiljanlega mikið rætt um keppnina og komandi úrslit hérna úti meðal stelpnanna eins og líklega um allan heim og þar er Ísland ekkert undanskilið frétti ég..
Það nýjasta er að miss russia verði næsta miss world því að halda eigi keppnina í Rússlandi á næsta ári og því einstaklega hentugt að velja hana. Og ef ekki miss world þá allavega miss northern Europe.
Þetta þykir okkur reyndar öllum mjög líklegt þar sem hún vann beach beauty keppnina og er því þegar komin í topp 15.
Önnur sem er búið að spá titilinum frá fyrsta degi er miss philippens og á á hún GÓÐAN möguleika á að hreppa hann þar sem talað er um að komin sé tími á að kórónan fari til Asíu.
Mitt uppáhald og sú sem ég vona að vinni er miss Mexico.. Hún er algjört æði. Falleg að innan sem utan og mundi bera þennan titil einstaklega vel.
Nú er þetta litla ævintýri mitt að nálgast endastöðina, ný miss world valin á morgun og ég legg af stað heim til Íslands eldsnemma á sunnudagsmorgun :)
Loksins loksins segi ég nú bara.. Þetta eru búnar að vera langar en magnaðar vikur og reynsla sem ég mun búa að alla ævi.
Það sem ég hef lært hérna er ómetanlegt og ég hef þroskast mikið sem manneskja. Komist betur að því hvað ég vil í lífinu og hvað ekki og lært að kunna betur að meta hluti sem ég taldi kannski of sjálfsagða..
Held að þessi keppni og vera mín hérna úti hafi gert mér ofsalega gott og ég get ekki beðið eftir því að komast aftur heim til þess að takast á við raunveruleikan.
Það sem er mér efst í huga að gera þegar ég kem heim er að eyða tíma með þeim sem eru mér næst, borða góðan og eðlilegan mat og gera venjulega hluti og vera frjáls. Sakna ekkert smá allra litlu hlutanna eins og að leika við hundana eða kveikja á kertum útí herbergi og hlusta á góða tónlist..
Er búin að lifa eins og drottning í 5 vikur, algjöru stórstjörnulífi með öllu sem því fylgir. Ekkert nema rauðir dreglar og þjónar alls staðar, búið um rúmið manns, allt þrifið, ný handklæði þrisvar, lífverðir, æstir aðdáendur, blaðamenn og ljósmyndarar við hvert fótmál..
Voðalega spennandi og allt það og gaman að upplifa í nokkrar vikur en þá er það líka komið gott.. Og hægt að snúa sér að einhverju öðru.. ;)
Að lokum.. Lítil fugl hvíslaði því að mér að litla Ísland væri að gera sér einhverjar vonir og væntingar varðandi þessa keppni og fólk væri eiginlega að farast af æsingi útaf einhverjum veðbönkum og góðum spám..
Gott fólk ég bið ykkur um að draga andann rólega og koma niður úr skýjunum. Langar bara að minna ykkur á eitt í þessu tilefni..
..EUROVISION..
Það er EKKERT að marka svona spár og veðbanka og ég get lofað ykkur því eins og ég hef gert áður að kórónan verður ekki í ferðatöskunni þegar ég kem heim á mánudag. OG 16 sætið eurovision sætið er vel inní myndinni enda lenda allar þær sem eru ekki í topp 15 í 16 sæti, hehe.. ;)
EN ég geri að sjálfsögðu mitt besta og hef alltaf gert og mun fara heim ánægð með það sem ég hef uppskorið hérna úti.
Það skiptir ekki máli hvernig þetta fer annað kvöld og við erum allar sammála um það stelpurnar. Öllum er nokk sama hver vinnur og hver tapar. Þetta er skrítinn heimur þessi beauty pagent heimur og maður veit aldrei hverju fólk er að leita að..
En ég veit það fyrir víst að ég hef verið ansi góð landkynning hérna úti og það er það sem skiptir mestu máli.. Að vera landi og þjóð til sóma ;)
Og já.. ég á mér draum í sambandi við þessa keppni eins og flest annað..
OG hann er ekki SÁ sem þið flest öll haldið. Segi ekki meir í bili..
Verð að fara að sofa.. alveg að sofna.. Sendið mér strauma! ;)
knús!!
-Uns
Generalprufan var í kvöld og gekk bara vel.. Einstaka mistök og óhöpp en þannig á það líka bara að vera á general, það er góðs viti ;)
Þessi æfing átti reyndar upphaflega að vera í gærkvöldi en því var að sjálfsögðu breytt með engfum fyrirvari af því að við þurftum að fara að planta einhverjum trjám.. Ótrúlegt hvað þau finna upp á að láta okkur gera og í þetta skiptið vorum við að gróðursetja tré sem höfðu verið rifin upp með rótum bara svo við gætum gróðursett þau aftur.. "MERKILEGT" alveg hreint..
Síðustu daga erum við annars bara búnar að vera á rosalegum æfingum og ég held að sú lengsta hafi verið hátt í 18 tíma!
Þess á milli hef ég örlítið fengið að hitta mömmu og Ásgeir og svo er Margrét "make up artist" líka mætt svæðið en hún málaði mig fyrir generalprufuna í kvöld og ætlar að mála mig og farða fyrir annað kvöld líka. Enginn smá munur að fá svona alvöru sérfræðing í svona málum þó að ég sé nú orðin ansi góð í þessu eftir 5 vikna törn þar sem hár og make up hefur þurft að vera tipp topp dag eftir dag :)
En núna er loksins komið að þessu og skiljanlega mikið rætt um keppnina og komandi úrslit hérna úti meðal stelpnanna eins og líklega um allan heim og þar er Ísland ekkert undanskilið frétti ég..
Það nýjasta er að miss russia verði næsta miss world því að halda eigi keppnina í Rússlandi á næsta ári og því einstaklega hentugt að velja hana. Og ef ekki miss world þá allavega miss northern Europe.
Þetta þykir okkur reyndar öllum mjög líklegt þar sem hún vann beach beauty keppnina og er því þegar komin í topp 15.
Önnur sem er búið að spá titilinum frá fyrsta degi er miss philippens og á á hún GÓÐAN möguleika á að hreppa hann þar sem talað er um að komin sé tími á að kórónan fari til Asíu.
Mitt uppáhald og sú sem ég vona að vinni er miss Mexico.. Hún er algjört æði. Falleg að innan sem utan og mundi bera þennan titil einstaklega vel.
Nú er þetta litla ævintýri mitt að nálgast endastöðina, ný miss world valin á morgun og ég legg af stað heim til Íslands eldsnemma á sunnudagsmorgun :)
Loksins loksins segi ég nú bara.. Þetta eru búnar að vera langar en magnaðar vikur og reynsla sem ég mun búa að alla ævi.
Það sem ég hef lært hérna er ómetanlegt og ég hef þroskast mikið sem manneskja. Komist betur að því hvað ég vil í lífinu og hvað ekki og lært að kunna betur að meta hluti sem ég taldi kannski of sjálfsagða..
Held að þessi keppni og vera mín hérna úti hafi gert mér ofsalega gott og ég get ekki beðið eftir því að komast aftur heim til þess að takast á við raunveruleikan.
Það sem er mér efst í huga að gera þegar ég kem heim er að eyða tíma með þeim sem eru mér næst, borða góðan og eðlilegan mat og gera venjulega hluti og vera frjáls. Sakna ekkert smá allra litlu hlutanna eins og að leika við hundana eða kveikja á kertum útí herbergi og hlusta á góða tónlist..
Er búin að lifa eins og drottning í 5 vikur, algjöru stórstjörnulífi með öllu sem því fylgir. Ekkert nema rauðir dreglar og þjónar alls staðar, búið um rúmið manns, allt þrifið, ný handklæði þrisvar, lífverðir, æstir aðdáendur, blaðamenn og ljósmyndarar við hvert fótmál..
Voðalega spennandi og allt það og gaman að upplifa í nokkrar vikur en þá er það líka komið gott.. Og hægt að snúa sér að einhverju öðru.. ;)
Að lokum.. Lítil fugl hvíslaði því að mér að litla Ísland væri að gera sér einhverjar vonir og væntingar varðandi þessa keppni og fólk væri eiginlega að farast af æsingi útaf einhverjum veðbönkum og góðum spám..
Gott fólk ég bið ykkur um að draga andann rólega og koma niður úr skýjunum. Langar bara að minna ykkur á eitt í þessu tilefni..
..EUROVISION..
Það er EKKERT að marka svona spár og veðbanka og ég get lofað ykkur því eins og ég hef gert áður að kórónan verður ekki í ferðatöskunni þegar ég kem heim á mánudag. OG 16 sætið eurovision sætið er vel inní myndinni enda lenda allar þær sem eru ekki í topp 15 í 16 sæti, hehe.. ;)
EN ég geri að sjálfsögðu mitt besta og hef alltaf gert og mun fara heim ánægð með það sem ég hef uppskorið hérna úti.
Það skiptir ekki máli hvernig þetta fer annað kvöld og við erum allar sammála um það stelpurnar. Öllum er nokk sama hver vinnur og hver tapar. Þetta er skrítinn heimur þessi beauty pagent heimur og maður veit aldrei hverju fólk er að leita að..
En ég veit það fyrir víst að ég hef verið ansi góð landkynning hérna úti og það er það sem skiptir mestu máli.. Að vera landi og þjóð til sóma ;)
Og já.. ég á mér draum í sambandi við þessa keppni eins og flest annað..
OG hann er ekki SÁ sem þið flest öll haldið. Segi ekki meir í bili..
Verð að fara að sofa.. alveg að sofna.. Sendið mér strauma! ;)
knús!!
-Uns