..Yellow..

Þetta var nú góður og nauðsynlegur svefn sem ég náði.. Er í kósý herbergi hérna með góðu rúmi og sæng sem er ekki sjálfgefið á hótelum, og er ég mjög þakklát fyrir það ! Glottandi

Erum með þetta hótel hér í bænum Gdynia alveg útaf fyrir okkur þannig að frelsið er mun meira.. Má fara á milli herbergja og hæða án þessa að hafa shapperona með mér og ég hef meira að segja fengið leyfi til að fara í ræktina sjálf sem er met! Einmitt að hugsa um að gera það á eftir, búin að sofa í allan dag og sofna aldrei í nótt ef ég geri mig ekki þreytta (sem ég verð ef ég hreyfi mig, alveg búin að fara tvisvar í Laugar á árinu og ekki stolt af því!Óákveðinn ) en ég lenti nefnilega í því að  vera andvaka síðustu nótt sem var ekki mjög hressandi..

Stundum vildi ég óska þess að ég væri keppandi aftur í ár eins og hinar stelpurnar. Þetta var svo lúmskt gaman og stemmningin hérna minnir mig mikið á þessa upplifun mína Kína. Ég finn einnig fyrir því hvað ég sakna stelpnanna úr hópnum mínum síðan í fyrra og var einmitt að senda þeim línu í dag, en reunion er alltaf í umræðunni, spurning hvort það verður af því eður ei..

Ég er líka svoldið mikið ein á báti hérna. Alltaf með einhverjum starfsmanni jú, en haldið í vissri fjarlægð frá stelpunum. Sit ekki með þeim í matsalnum né rútunum á milli staða og heldur ekki í flugvélinni í morgun. En svo er líka stundum erfitt að vera of mikið í kringum þær því þær koma öðruvísi fram við mig en hvor aðra. Skiljanlega kannski.. Gerði það sjálf í fyrra í þau fáu skipti sem ég talaði við Maju, Miss World 2004, en hún var einmitt svona fjarlæg okkur og við vorkenndum henni pínulítið því hún virtist aðeins einmanna sem ég giska á að ég sé líka núna..

Annars er ég búin að komast að því að ég ég ELSKA tungumál. Gæti setið klukkutímum saman og hlustað á fólk tala tungumál sem ég kannast við eins og spænsku og þýsku. Því ótrulegt en satt, ef fólk talar nógu rólega og horfi nógu gaumgæfilega á líkamstjáningu þeirra þá skil ég nákvæmlega hvað það er að segja, enn gæti ekki fyrir mitt litla líf, sjálf haldið uppi vitsmunalegum samræðum eins og staðan er í dag!Glottandi

Hugleiðsluæfingarnar mínar ganga hægt og bítandi.. Reyndi við tvær í gær en einbeitingin var út og suður og ég þurfti að byrja nokkrum sinnum upp á nýtt til að að ná þessu.. Ætla samt ekki að gefast upp! Hef fulla trú á að þetta geti gert mér gott og sé eitthvað sem ég þurfi að tileinka mér í lífinu..

Annars að pæla í svindla aðeins núna.. Er nefnilega með þriðju seríu O.C með mér, sem ég hef ekki  ennþá séð og er að hugsa um að stelast í einn á þátt þó ég sé ekkert búin að læra í dag en ég ætlaði að nota þættina, "einn á dag" til að verðlauna sjálfa mig ef ég yrði dugleg að læra.. Svona er sjálfsaginn mikill!Brosandi

Annars er tónlistin alltaf jafn stór þáttur í tilveru minni eins og þið hafið tekið eftir.. Búin að hlusta mikið og eiginlega aðeins á íslenska tónlist síðustu mánuði sem ég höndla ekki lengur.. Veit ekki afhverju ég er að hlusta á þetta gamla góða lag núna, en lag dagsins  í dag hefur verið..

Yellow með Coldplay í acoustic útgáfu..

..Look at the stars, look how they shine for you, everything you do..

-Uns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband