5.9.2006 | 15:39
..Heilbrigður lífstíll..
Ahh.. Mér líður vel í dag.. Þetta er svo heilbrigður lífstíll sem maður lifir hérna.. Vaknað snemma, beint í góðan og hollan morgunmat, mikið af ávöxtum og grænmeti. Svo farið í ræktina, lært aðeins, farið í "lunch" þar sem það er sama sagan, mikið grænt og kraftmikil súpa í matinn. Ekkert gos hefur farið inn fyrir mínar varir í þessari ferð og lítið sem ekkert sælgæti nema það sem ég tók með mér að heiman. En ég er nefnilega forfallinn nammigrís og það er sko heilagur sannleikur. Veit að þetta er eitthvað svona týpískt sem "fegurðardrottningar" mundu segja en því miður er það satt í mínu tilfelli og held ég að allir mínir nánustu geti staðfest það
Dagskráin mín er ansi ljúf í dag.. Það er bara ekki nokkur skapaður hlutur sem ég þarf að gera! Þannig að ég er komin í inniskóna og leggingsbuxurnar og sest við lærdóm. Eins gott að nota tímann vel...
Þyrfti reyndar eiginlega að láta læsa O.C seríuna mína einhverstaðar inni. Hún er allt OF freistandi. Horfði á einn þátt í gær og búin að vera með titillagið á heilanum síðan. Eða öllu heldur lagið og textann sem góðvinir mínir úr MS, Kári og Smári sömdu á sínum tíma. Mikið ofsalega kallar það fram góðar minningar enda var það sungið við hvert tækifæri..
Annars fann ég það þegar ég fór í ræktina í morgun að ég er komin með þvílík fráhvarfseinkenni frá dansinum.. Hef ekki tekið danstíma síðan ég veit ekki hvenær og get hreinlega ekki beðið eftir að koma heim og fara að mæta aftur og fá útrás í því. Manni líður mun, mun betur þegar maður er að hreyfa sig og þar sem tækjasalir og hlaupabretti eru ekki í uppáhaldi, nota ég dansinn.
Eins og áður sagði fer dagurinn í lærdóm og svo á ég pantaðan tíma í nudd hér á hótelinu í kvöld.. Þvílíkt dekur í gangi, en það má líka stundum.. Stelpurnar búnar að vera í tökum í dag og byrja svo að æfa rútínu fyrir Beach Beauty keppnina í kvöld, þannig að ég hef ræktina og nuddstofuna alveg útaf fyrir mig. Svo held ég að það sé bara sauna eftir nuddið og grænt te og hugleiðsla seinna í kvöld fyrir svefninn svo það taki mig ekki 2 tíma að sofna eins og í gær.. Var að drukkna í hugsunum en það fer frekar mikið í taugarnar á mér þegar hausinn á mér gerir þetta..
Sakna þessara tveggja dálítið hérna úti en þau ásamt Bjarti mínum verða sjónvarpsstjörnur heima á Íslandi um miðjan mánuðinn, enda einstök
Farið vel með ykkur..
-UB