..Forever young..

Við eyddum tveimur næstu dögum einnig í Gizycko. Fyrri dagurinn fór í heimsóknir í skóla og á heimili fyrir fatlaða sem voru í þriggja tíma fjarlægð, þannig að sá dagur leið hægt í enn einni rútuferðinni. Guði sé lof fyrir Ipod og góðan félagsskap en fólkið sem er að vinna með mér hérna við upptökur, PR og á skrifstofunni er æði. Fullt af ungu fólki sem ég get spjallað við um daginn og veginn enda stelpurnar/keppendurnir alveg fastar í keppninni sjálfri og tala því skiljanlega um lítið annað en hluti sem tengjast henni. Man alveg hvernig ég var á þessum tíma. Þetta tók nánast yfir líf manns á vissu tímabili.

Seinni dagurinn fór hins vegar allur í íþróttakeppnina sem í ár var "fast track" viðburður og stóð Canada uppi sem sigurvegari. Stelpurnar sem komust áfram inn í íþróttakeppnina sjálfa þurftu að hlaupa, hjóla, róa og gera hinar ýmsu styrktaræfingar og var það víst mjög sanngjarnt að Canada skildi vinna enda verið í íþróttum alla sína ævi. Það þýðir samt sem áður að tvær stelpur frá sömu heimsálfu eru nú þegar komnar í úrslit í gegnum " fast track", en eins og ég sagði ykkur þá var það Venezuela sem bar sigur úr bítum í Beach Beauty.

Ég hins vegar náði ekkert að fylgjast með íþróttakeppninni sjálfri. Eyddi deginum út á báti að taka upp "linka" fyrir Vote for me þættina en það var mjög heitt þennan dag og því erfitt að vinna úti.  Það hófst þó á endanum og allir sáttir með útkomuna!Glottandi

Um kvöldið fékk ég svo val, þurfti ekki að koma í dinner enda búin að standa undir berum himni í marga klukkutíma að þylja upp texta sem ég fékk örfáar mínotur til að læra utanbókar. Ég kíkti hins vegar aðeins á sýningu, sem var sett upp fyrir stelpurnar, en þetta var víkingasýning og það er eitthvað sem minnir mann alltaf pínulítið á Ísland. Hún var mjög flott, með hestum, flottri tónlist, dönsurum og söngvurum en hún fór fram utandyra við vatnið þar sem sviðsmyndin var sólarlagið sem var engu líkt. Sá sko ekki eftir tíma mínum þar, en um leið og sýningin var búin skreið ég beint upp í rúmBrosandi 

Þannig var nú dögum okkar í Gizycko varið..

Nú erum við búin að heimsækja Kraká og komin til borgarinnar Wroclaw, en ég reyni eftir bestu getu að "up date-a" þessa síðu mína í dag og á morgun. Er búin einmitt búin að fá frí í dag til að læra en svo óheppilega vill til að ég þarf að skila raunhæfu verkefni í kröfurétti í kvöld sem ég hef haft hræðilega lítinn tíma til að vinna í. Verð því að setja í fluggírinn..

Lag síðustu daga hefur verið Forever Young með Youth group í mjög sérstakri útgáfu. Alveg dolfallin yfir því..

..Lets dance in style, lets dance for a while
Heaven can wait were only watching the sky
Hoping for the best but expecting the worst
Are you going to drop the bomb or not..?

..Let us die young or let us live forever
Dont have the power but we never say never
Sitting in a sandpit, life is a short trip
The music's for the sad men..




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband