22.9.2006 | 21:14
..Ólund..
"Lunch / Museum" alveg ţađ sama..!
Já ég fór sem sagt ekki í neinn lunch eins mér hafđi veriđ sagt og er mig fariđ ađ gruna ískyggilega ađ ţessi dagskrá sem ég er međ í höndunum fyrir nćstu daga eigi ekki eftir ađ standast fyrir fimmaur..
En viđ fórum í stađinn međ borgarstjóranum í heimsókn á mynjasafn hér í Varsjá í morgun. Ég, Americas og stelpurnar frá Afríku. Ţetta safn snérist um seinni heimstyrjöldina, helförina og sögu Póllands og fannst mér hún taka virkilega á. Ţessar tvćr heimsálfur sem fóru međ mér voru kannski ekki alveg ţćr réttu til ađ fara ţarna enda ţekktu ţćr takmarkađ sögu Póllands fyrir. Hefđi kannski veriđ meira viđ hćfi ađ fara međ Suđur og Norđur Evrópu stelpurnar, en ţó ekki, af ýmsum ástćđum..
Ég fékk svo seinnipartinn frían og skellti mér í göngutúr sem var á gráu svćđi hjá öryggisvörđunum. Ćtluđu ekki alveg ađ hleypa mér út enn ég var ansi ákveđin og slapp í gegn.. Ţađ er einmitt búin ađ vera einhverskonar ólund í í mér í dag og ég held ađ mams viti nákvćmlega hvađ ég meina ţegar ég nota orđiđ ólund Gerđi meira ađ segja í ţví ađ snúa mér undan blađaljósmyndurunum á safninu í morgun og ţóttist ekki sjá fólkiđ sem vildi fá eiginhandaráritanir.. Ég veit.. skamm skamm.. Var bara illa upplögđ..
Í kvöld fór ég svo sem fulltrú MW á opnunartónleika tónlistarhátíđar sem var ađ fara í gang hérna í Varsjá.. Hljómađi ekkert alltof illa og fór ég ţví međ opnum huga. En ji minn einn og einasti.. Ţetta voru stórtónleikar sinfoníu sem spilađi "modern contemporary" tónlist.. En hún hljómađi nákvćmlega eins og soundtrack úr hryllingsmynd og hvert lag var minnsta lagi 25min. Mjög spes, segi ekki meir.. En eiginlega smá fyndiđ ţannig ađ ţetta var ekki alslćmt
Ţiđ megiđ samt alls ekki miskilja mig, ţví ađ ég er ţvílíkur ađdáandi klassískrar tónlistar og hef alltaf veriđ. Ţegar ég var 10/11 ára var ég meira ađ segja áskrifandi og međlimur í klúbbi ţar sem ég fékk sendan heim geisladisk í hverjum mánuđi međ klassískum verkum eftir ţessu helstu tónskáld. Ţar mátti m.a finna verk eftir Sebastian Bach, Friedrich Handel, F.J. Haydn, Mozart og Beethoven og ţetta hlustađi ég á heima í stofu.. (Í guđanna bćnum, afhverju er ég ađ segja frá ţessu.. )
Held reyndar ađ ţađ sem útskýri ţetta best sé ţađ ađ ég var í klassískum ballett og dansađi ţví viđ ţessa tónlist, plús ţađ ađ ég spilađi á hljóđfćri og ţví stutt ađ sćkja ţennan klassíska fíling..
En ég er farin ađ dotta hérna viđ skjáinn.. Ćtla ađ skríđa yfir í rúm enda langur dagur á morgun..
-7 dagar eftir-
-Uns