Að sofa út..

..er best í heimi, sérstaklega þegar maður veit ekki sú verði rauninni þegar vekjaraklukkan fer af stað kl. 8. Þá beið mín sms í símanum.. "You´re not needed until after lunch"..  Gleyma, að ég ætli þá að fara að klæða mig upp og mæta í morgunmat hálf 9Glottandi

Ég fór nú meira að segja að sofa á góðum tíma í gær þannig að ef þið heyrið mig kvarta undan þreytu í dag, ekki vorkenna mér..!

Er samt að hugsa um að nota tímann vel og læra til hádegis.. Ekki veitir af, hoppa beint út í djúpu laugina þegar ég kem heim en ég verð í miðannarprófum frá 3. til 18/19.okt. Grunar að ég verði að búa niðrí skóla eða gamla mbl húsi þessa daga og læra út í eitt..

En eftir að þessum prófum lýkur hefur mér svo tekist að bóka mig hingað að þangað. Í byrjun nóv. er það t.d Indland í viku og London í 3 daga. Og í lok nóv. fer ég til Írlands í tvo daga í eitt stutt verkefni. Tvö eða þrjú verkefni er ég ekki búin að fá dagsetningar á, en þau munu að öllum líkindum eiga sér stað núna fyrir jól. Sem sagt meiri vinna og  enn meiri ferðalög framundan..  

En svo er líka draumurinn að verðlauna aðeins sjálfan sig fyrir vinnuna og kíkja aftur til New York rétt fyrir jólin. Upplifa þessa margrómuðu jólastemmningu sem þar svífur yfir vötnum á þessum tíma árs. Spurning hvern maður á að að draga með sér, en ég er nú með eina manneskju í huga..Glottandi

Best að fara að gera eitthvað.. Tíminn flýgur..!

Kíki á ykkur aftur í kvöld þegar ég kem heim úr "The Miss World Charity dinner" sem er árlegur viðburður keppninnar..

-Uns

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband