23.9.2006 | 10:33
..Hehe..
Nú verð ég að hlæja..!
Missti náttla af morgunmat í morgun og ákvað því að reyna að komast út óséð og kaupa mér Subway eða eitthvað gott að borða. Enn nei.. Var ekki stoppuð á leiðinni út, heldur elti pólski öryggisvörðurinn mig allan tíman, stóð fyrir utan Subway á meðan ég keypti mér samloku og elti mig svo tilbaka! Hversu fyndið er þetta..! Og ég mátti alls ekki ganga við hliðiná honum, hann varð að vera svona 3 metrum á eftir mér svo hann væri með yfirsýn yfir tilvonandi "árásarmenn"
En vá hvað það var gott að fá góða samloku. Kalkúnn, kál og tómatar, gerist ekki betra.. Á eftir að ganga fyrir þessari máltíð í allan dag, enda orðin ansi þreytt á pinnamatnum. Dreymir um gúllasið hennar mömmu, hakk og spagettí, kjötsúpu og eitthvað eðlilegt..
Verð að drífa mig niður, erum að fara af stað í eitthvað mission..
-UB